Pestabæli
Í gær tilkynnti Finnur að hann héldi að hann væri að verða veikur og jújú, í dag var hann slappur og með hita. Ég er svo með vott af hálsbólgu og óþægindi í eyrunum, Anna heldur áfram að hósta af og til, þjáist af nefrennsli og kvartar undan óþægindum í eyrum af og til. Bjarki er við það sama, það hryglir svoldið í nefinu á honum og svo öndunarveginum þegar það jökk lekur niður, en svo hóstar hann því upp.
Á svona dögum óska ég þess mikið að við værum heima í faðmi fjölskyldunnar. Þá gætum við sent afkvæmin í smá ást og umhyggju til ömmna og afa og slakað smá á og soooofið heilu og hálfu dagana. En það er víst nokkuð langt í svoleiðis lúxus. Til að toppa daginn horfðum við svo á Sicko núna í kvöld og nú get ég ekki beðið eftir að flytja frá þessu kolklikkaða landi.