Lífið hrekkur í vanagang
Eftir vætusama helgi – ok, brjálaða rigningu og sterkar vindhviður á föstudegi og svo þrumuveður á laugardegi – þá snéri Finnur aftur í vinnuna í gær eftir tveggja vikna jólafrí. Ég er líka að reyna að koma mér aftur í gang en er afskaplega fengin með að hafa tekið mér frí yfir jólin til að ná aðeins áttum og endurhlaða andlegu batteríin.
Árið ætlar samt að byrja með látum (crazy!) því að ég fékk það staðfest í gær að skólinn ætlar að hefja endurbætur á íbúðinni okkar um miðjan febrúar. Þeir krefjast þess að við flytjum út á meðan svo nú getum við valið hvort við viljum flytja í aðra íbúð á kampus til þess eins að flytja okkur aftur um set í ágúst ef ég verð ekki búin (haha – búin!! haha!!) eða nota tækifærið og flytja út af kampus núna og leigja íbúð í ár í viðbót. Eins og fyrr þá er leigumarkaðurinn nett geðveikur svo við verðum bara að sjá til hvað gerist.