Alltaf að prófa eitthvað nýtt
2008-01-31Uncategorized Standard
Vinnufélagar mínir eru alltaf að prófa eitthvað nýtt þegar kemur að snakki. Ég fékk að njóta góðs af því áðan þegar ég prófaði kartöfluflögur með kjúklingabragði. Um daginn voru það kartöfluflögur með nautakjötsbragði og pipar, sem bragðaðist eiginlega bara eins og Ramen núðlur en framleiðandanum hefur greinilega ekki litist á þá markaðssetningu. 🙂 Þar á undan voru flögurnar með tómatsósubragði og þar áður bragðtegund sem eiginlega ætti að kalla sitt lítið af öllu (salt, pipar, sýrður rjómi, hvítlaukur, tómatsósa, og örugglega margt fleira). Það sló þó ekki út súkkulaðið sem ég bragðaði á um daginn: dökkt súkkulaði með beikon-bitum!
Já, ég er alveg sammála ykkur: “ojjjj, dökkt súkkulaði!?!” 😉