Soundtrakkið
Ég fékk sent fyrsta seasonið af Bones sjónvarpsþáttunum í sumar, og festist all svakalega yfir diskunum núna í haust þegar lífið varð loksins næstum því eðlilegt aftur og við gátum hugsað okkur að eyða orku í sjónvarp aftur. Ég gældi við að leigja season 2, en svo sá ég að það var útsala á amazon og keypti það því bara þar á 50% afslætti (sorrý, þar fór góð jólagjöf!). Nema hvað, þar sem ég sat og góndi á fyrsta diskinn rann það upp fyrir mér af hverju ég get horft á Bones en ekki Lost eða Battlestar Galactica.
Það er bara út af “soundtrakkinu”, það er tónlistinni sem er spiluð í bakgrunninum. Ég einfaldlega hef ekki taugar í Lost og Battlerstar Galactica sem eru endalausar óðar fiðlur, á meðan að Bones er miklu meira “mellow” og jafnvel skuggalegu atriðin í dimmum vöruhúsum eru prýdd hálfgerðri bíbb-bíbb teknótónlist. Best af öllu eru svo væmnu vangadanslögin sem koma þegar karakteranir eru að “tilfinningast”.
Þar með er ekki sagt að ég hafi ekki áhuga á Lost og Battlerstar Galactica. Það sem gerist hins vegar er að Finnur horfir á þá þætti í sjónvarpinu á meðan ég sit við tölvuna með heyrnatól á og hlusta á tónlist. Þar sem að maður getur aldrei blokkað allt út, þá les ég mér yfirleitt til um hvað gerist í þáttunum áður en Finnur sér þá, svo að fiðlurnar taki mig ekki um of á taugum. 🙂