Pakkaður dagur
Dagurinn var heldur betur pakkaður. Í hádeginu hélt ég minn fyrsta fyrirlestur á hópfundi í líklega tvö ár, því að hópfundir féllu niður eftir að aðal-prófessorinn minn fór á eftirlaun. Í staðinn hélt ég tölu hjá öðrum prófessor sem vinnur við svipaða hluti. Hann er þess fyrir utan í doktorsnefndinni minni, svo það var gott að gefa honum nasaþef af því sem ég hef verið að gera.
Ég fékk að sjálfsögðu fullt af kommentum og uppástungum um hvað ég ætti að gera næst og hvað mætti gera betur/öðruvísi. En proffinn gaf til kynna að þetta væri að skríða í land og nú þyrfti ég bara að sannfæra aðal-proffann um hið sama.
Eftir fyrirlesturinn hófst ég handa við að senda inn mína fyrstu grein. Ekkert sérstaklega merkilegt á ferðinni, en grein engu að síður. Það eru reyndar nokkrir lausir endar lafandi af henni, en dedlænið er á morgun og því verður endabinding að bíða þar til greinin kemur aftur frá gagnrýnendum, það er að segja ef þeir skjóta hana ekki í kaf.
Hvað um það, hér eru nokkrar myndir frá undanförnum dögum
9. nóv 2007
10. nóv 2007
13. nóv 2007 – Mér fannst þessi svoldið skondin.
Á mömmu-hnjám.
Í bláa fótboltabolnum sínum.
Stóra systir komin heim.
Sæt saman.