Óvæntir gestir
Það kom ekki bara einn óvæntur gestur í kvöld heldur tveir! Hann Ágúst hennar Soffíu (þau fluttu til Íslands í haust) hringdi rétt áður en Finnur og Anna komu heim og tilkynnti komu sína eftir tvær mínútur. Bjarki Freyr var einmitt að vakna svo það var enginn tími til að snurfusa og því fékk hann bara að upplifa íbúðina eins og hún er dags daglega. Annars var hann kominn í því erindagjörðum að ná í hluti sem höfðu verið keyptir af frúnni á netinu og sendir til okkar. Hins vegar var ekki allt komið og því eigum við von á honum á morgun aftur. Spurning hvort ég verði búin að taka eilítið til þá… hmmm…
Hinn óvænti gesturinn var mamma hennar Noruh sem vildi endilega koma að sjá Bjarka. Þau fluttu líka í burtu í haust, en hún hélt gömlu vinnunni sinni og kemur því reglulega hingað ennþá. Það var voða gaman að sjá hana fyrir utan að ég komst að því þegar hún kom (en eftir að ég var búin að faðma hæ á ameríska vísu) að hún var greinilega ekki alveg heil heilsu, og hljómaði eins og hún væri með einhverja kverkapest. Nú er bara að vona að enginn hafi smitast í þeirri heimsókn!