Myndir
[Just a few pics to finish off the week. Nothing spectacular besides Halloween happened really, Bjarki and I just hung out at home mostly. I think I’m getting about as much exercise lounging around the home with him as I did while on bedrest… It would be nice to go out on walks, but it’s a hassle with the oxygen tank, and I’m trying to use his afternoon nap to work. So not much movement for me!
Unfortunately Bjarki’s not sleeping all that well, waking up every 2 hours or so to feed, so we tend to hang out in bed until noon. Then it’s downstairs for a couple of hours of awake-time, before collapsing into the sofa with Bjarki sleeping on my chest and the laptop on my legs. I’ve managed to squeeze in a bit of work that way in the afternoon. At 6pm Finnur and Anna come home right in time for Bjarki’s next awake-session. After dinner we put Anna down, and then Bjarki usually snoozes on his daddy’s chest until midnight when it all starts over again. Oh, the excitement of parenthood!]
Nokkrar myndir í vikulok. Ekkert stórkostlega fréttnæmt við vikuna fyrir utan hrekkjavökuna, við mæðgin erum bara búin að hanga heima. Ég held satt best að segja að ég sé að hreyfa mig næstum jafn lítið og þegar ég var á rúmlegu. Ég gæli samt stundum við að fara með hann út í göngutúr en það er hálfgert vesen með súrefnistankinn, og svo er ég að reyna að vinna á meðan hann lúrir eftir hádegi.
Því miður heldur hann uppteknum hætti og sefur ekkert sérstaklega vel á næturna. Er að vakna á kannski 2ja tíma fresti til að borða. Við mæðgin höfum því hangið í rúminu frá á hádegi, en svo vakir hann í tvo tíma. Þá hlunkast ég með hann upp í sófa og hann sefur á bringunni á mér á meðan ég vinn á fartölvunni. Um 6 koma Finnur og Anna svo heim, yfirleitt akkúrat þegar Bjarki vaknar. Eftir mat fer Anna í rúmið og Bjarki sofnar yfirleitt skömmu seinna á bringunni á Finni. Um miðnætti skríðumst við svo í rúmið og allt byrjar upp á nýtt. Alveg svakalega spennó, eða hitt þó heldur… 🙂
01. nóv 2007: Bjarki í bláa stólnum
02. nóv 2007: Síðdegislúrinn var nefdótslaus og hann virtist þola það ágætlega.
Með lungu, og kann að nota þau!
Hjá pabba.
Ein örþreytt eftir lúrlausan dag. Hún hámaði samt í sig fullt af melónu.