Lungnalæknir
Fórum með Bjarka til lungnalæknis í dag. Hann hlustaði á hann og skoðaði fyrir utan að rekja úr okkur garnirnar með hvernig Bjarki hefði það og hegðaði sér. Hann ákvað að það væri kominn tími á að gera næturpróf á drengnum, það er mæla súrefnismettun blóðs yfir eina nótt. Ef mettunin er stöðug þá skilst okkur að hann geti hætt með súrefnið, en ef hann er detta niður í mettun og sífellt að erfiða við að hífa sig upp, þá þarf hann meiri tíma. Svo við verðum bara að bíða og sjá. Þá á víst einhver að hringja í okkur á næstu dögum til að skipuleggja hvenær næturprófið verði. Annars mældist hann 4.6 kg og 55 cm sem okkur skilst að sé eðlilegur vöxtur.
Eitt í viðbót jú. Læknirinn vill setja Bjarka aftur á vélindabakflæðislyf (brjóstsviðalyf) til að hlífa öndunarpípunum því Bjarki ropar heldur blautum ropum sem þó betur fer fara sjaldnast alla leiðinu upp í munn og út. Hann bjóst við að hann yrði á lyfinu í ca. tvo mánuði, svona á meðan hann er að læra að anda alveg sjálfur.
Sem stendur er ég uppi í rúmi með fartölvuna og er að reyna að lagfæra greinina sem planið er að senda inn til gagnrýnunar í lok þessarar viku. Það er nokkuð ljóst að mesti vinnufriðurinn er á næturna, og það hjálpar að geta lúrt í rúminu fram undir hádegi. Svo á ég að halda stuttan fyrirlestur á miðvikudaginn um brallið mitt, en það er voða óformlegt svo ég hef ekki miklar áhyggur af því.