Langa helgin búin
Þá er langa þakkargjörðar-helgin búin og ný vinnuvika við það að hefjast. Lítið merkilegt gerðist nema að við fórum í okkar fyrstu heimsókn til annars fólks með Bjarka á laugardagseftirmiðdaginn. Það gekk ágætlega, sérstaklega þar sem við tókum af honum súrefnið svo hann var svona laus og liðugur.
Annars er búin að vera jólastemming hjá okkur, því við höfum verið að pakka inn jólagjöfum, Önnu Sólrúnar til mikillar gleði. Hún hefur oft og mörgum sinnum beðið um að fá að pakka inn gjöfum og þegar allar gjafirnar voru pakkaðar, þá var einn fíllinn tekinn og honum pakkað inn. Þá fór hún að hafa áhyggjur af því að fíllinn færi á pósthúsið með hinum pökkunum, en ég sagði henni að hann væri ómerktur og því lítil hætta á því.
Annars hef ég bara legið yfir season tvö af Bones, þrátt fyrir að í ljós hafi komið að disk númer þrjú vantaði í pakkann. Ég kláraði að horfa á alla hina diskana og hafði svo samband við Amazon til að spyrja hvað ég gæti gert í sambandi við týnda diskinn. Amazon hafði samband innan 24 klst með þær fréttir að nýr dvd pakki (allt season 2) væri á leiðinni með 2ja-daga póstþjónustu mér að kostnaðarlausu. Frábær þjónusta þar!
Í fyrramálið er tími hjá barnalækninum þar sem Bjarki fær enn eina RS-vírus bólusetningu. Hann fær víst svoleiðis á mánaðarfresti þar til vetri líkur og RS-vírusinn dregur sig í hlé. Svo held ég að það verði aftur tekið blóð til að athuga blóðmagn og bein-ástand. Ef við verðum svo súper-heppin þá kannski verður nætur-súrefnis-mælitækið tilbúið…