Grátur og gnýstan góma
Óbój, óbój… Aldrei aldrei aldrei auka formúluskammt ferfalt hjá Bjarka aftur. Við sem sagt fórum að ráðum barnalæknsins og settum heila teskeið af formúlu í kvöldpelann hans í staðinn fyrir fjórðung úr teskeð. Afraksturinn var á við hörmungardagana tvo eftir að við gáfum Bjarka járn… Greyið drengurinn var óhuggandi frá níu um morguninn fram til rúmlega hádegis, og var orðinn svo firrtur að ég þurfti að gefa honum pela áður en hann fékkst til að taka brjóstið.
Við hrundum síðan út af og þegar við vöknuðum aftur um kaffileytið þá hófst alveg svakaleg prumpusería. En það reyndist vera skammgóður vermir og gráturinn var kominn á stað aftur þegar ég tók bara af honum súrefnið, skellti honum í Baby-Björninn og fór með hann út. Það hafði góð áhrif, hann náði að sofna smá og þegar heim kom héldu loftfimleikarnir áfram. Hann var orðinn góður um kvöldið og nú er bara að vera aðeins varkárari með formúluna!
Í verri fréttum er að ég er komin með bölvað kvef og ef Bjarki fær það, þá á það eftir að seinka súrefnisdótinu ennþá meira. Bleh!