Litlu hlutirnir
Það þarf ekki mikið til að gleðja móðurhjartað. Í dag tók það gleðikipp þegar mér var litið á Bjarka í stólnum sínum og ég sá að hann hafði gripið í eitt dótið og að hann hélt gripinu í dágóða stund. Þetta mun vera hans fyrsta “grip” að því er ég held, hingað til hefur hann aðallega lamið í dótið og flækt sig í því. Ekki nóg með að hann gripi einu sinni, heldur endurtók hann leikinn skömmu seinna. Við sjáum hvað setur með framhaldið, enda er þetta voða oft svona tvö skref áfram, og svo eitt afturábak.
Gærdagurinn var annars miklu betri en dagurinn þar á undan. Sá stutti virtist ná að losa loftið jafnt og þétt yfir daginn og því var hann meira og minna bara sallarólegur. Inn á milli komu reyndar stutt væluköst en þau liðu hratt hjá.
Í gærkvöldi komu Sarah og Augusto svo færandi hendi og elduðu hjá okkur kvöldmat. Ekki nóg með það heldur komu þau líka með afmælisköku fyrir Augusto sem varð 31 árs í gær. Við vorum tilbúin í þetta sinn og áttum 31 kerti fyrir kökuna. Þegar hún Sarah varð 29 um daginn þá vorum við talsvert kertalausari og hún fékk því tvö kerti á sína köku (annað sem á stóð 30 og á hinu 1)… 🙂
Talandi um afmæli þá á hann pabbi 26×2 ára afmæli í dag. Til hamingju með daginn! 🙂
Grip númer 2.
Spekúlerandi í ljóninu.
Bjarki 5 mánaða og eins dags – en samt eiginlega bara tveggja mánaða.
Fimmtán mínútna frægð
Ó guð. Þá er búið að birta viðtalið sem blaðamaður 24 stunda tók við mig. Mér skildist á Hönnu Eyvinds sem skildi eftir komment á síðunni okkar að eitthvað hafi verið talað um það í útvarpinu líka. Gaaa, ég höndla ekki svona mikla athygli… 🙂 Ef ég væri heima myndi ég ekki þora að mæta í vinnuna næstu vikuna. 😉
Þetta viðtal kom til þegar ég sendi póst á blaðamann 24 stunda til að leiðrétta rangfærslur sem birtar voru um samstarfsfélaga minn, Íslandsvininn hann Dalvíkur-Dan. Ég átti ekki von á að pósturinn yrði birtur í blaðinu heldur frekar að hann myndi hafa samband við Dan sjálfan (svona er maður vitlaus).
Blaðamaðurinn hafði svo samband til baka og bað um viðtal; sendi nokkrar spurningar sem ég svaraði svo í tölvupósti. Útkoman hefur svo valdið honum höfuðverk því svörin voru kannski ítarlegri en hann átti von á og viðtalið var því klippt niður. Útkoman var kannski full mikið “efnishyggju-viðtal” að mínu mati, ef svo má að orði komast og áherslurnar breyttust við það. En, þetta er það sem flestir spyrja um á heimsókn sinni í höfuðstöðvar Google og því hefði ég svo sem mátt búast við því að þetta vekti mesta athygli.
Til gamans er hér viðtalið í heild sinni:
Hvað hefurðu búið lengi í Bandaríkjunum og hvað ertu gamall?
Ég fluttist til Bandaríkjanna í september árið 2000 (þá 26 ára gamall) þegar konan mín hóf framhaldsnám í rafmagnsverkfræði við Stanford háskóla. Meiningin var að vera hér í 2-3 ár á meðan hún kláraði mastersnám en 7 árum og tveimur börnum síðar erum við enn búsett hér í Sílikondalnum miðjum og konan mín komin á kaf í doktorsnám.
Hvar starfaðir þú áður en þú byrjaðir að vinna þar og hvað hefurðu starfað lengi hjá Google?
Það tók svolítinn tíma að fá bandarískt atvinnuleyfi en þegar það var í höfn fór ég að leita mér að vinnu sem hæfði bakgrunni mínum og menntun sem tölvunarfræðingur. Það reyndist nokkuð strembið þar sem tæknigeirinn var á þeim tíma á hraðri niðurleið (Internet bólan svokallaða að springa) og erfitt að fá vinnu þar sem fyrirtækin voru mörg hver að segja upp starfsfólki í hrönnum. Ég sótti meðal annars um vinnu hjá Ensim, fyrirtækis sem var að hluta til í eigu Íslendingsins Snorra Gylfasonar, en stuttu eftir viðtalið fékk ég að vita að þeir hefðu sagt upp 30% af sínu vinnuafli og þar með var sá möguleiki út úr myndinni. Það reyndist þó ekki fýluferð þar sem Snorri setti upp viðtal hjá vini sínum, Úlfari Erlingssyni, sem var að stofna nýtt hugbúnaðarfyrirtæki á svæðinu og fékk ég vinnu þar sem forritari; fyrsti almenni starfsmaður fyrirtækis sem nefnt var GreenBorder Technologies og vann að nýstárlegri öryggislausn fyrir Windows. Eftir um 6 ára rekstur keypti Google svo GreenBorder og gerðist ég starfsmaður hjá þeim í kjölfarið, um miðjan maí á þessu ári.
Ert þú eini Íslendingurinn?
Nei, það er handfylli af Íslendingum að vinna hjá Google, meiriparturinn á höfuðstöðvunum í Sílikondal eða í Kanada en einnig nokkrir á meginlandi Evrópu eða í New York. Það er þó aldrei að vita þó að fyrirtækið sé með íslenska starfsmenn á sínum snærum á öðrum stöðum, enda er Google með skrifstofur fyrir verkfræðinga og sölumenn víðs vegar um Norðurlöndin þar sem ekki er ólíklegt að fleiri Íslendingar leynist. Annars er erfitt að festa nákvæma tölu á fjöldanum en svona til merkis um það vatt sér að mér maður að nafni Paul frá hópnum sem ég vinn með, mjög indverskur í útliti og þegar við fórum að tala saman kom í ljós að hann á ættir að rekja til Íslands, meðal annars gegnum lang-ömmu og lang-afa móður sinnar sem höfðu flust búferlum frá Akureyri til Manitoba í Kanada upp úr 1880.
Er ekki mikið og langt ferli að komast að hjá Google?
Mín reynsla af atvinnuferlinu er í sjálfu sér ekki alveg sú sama og almennur umsækjandi öðlast eftir atvinnuumsóknarferlið þar sem Google keypti fyrirtækið sem ég vann fyrir. Ég kynntist þó vissum þáttum eins og sjálfu atvinnuviðtalinu en umsækjendur eru skuldbundnir til að gefa ekki upplýsingar um það sem fram fer í sjálfu atvinnuviðtalinu og því best að segja sem minnst um það. Ég veit hins vegar að þeir leggja mikla áherslu á að velja hæft fólk og geta leyft sér að vera vandlátir enda fær Google víst um 3000 umsóknir á dag víðsvegar að úr heiminum (yfir milljón umsóknir á ári) og hafa því úr nóg af hæfu starfsfólki að velja. Mér sýnist jafnframt af þeim mannskap sem ég hef kynnst á þessu hálfu ári sem ég hef unnið fyrir Google að þetta sé almennt séð mjög öflugt starfsfólk sem er mjög fært á sínu sviði.
Hvernig er að starfa hjá Google?
Þetta eru mikil viðbrigði frá því að vinna fyrir lítið sprotafyrirtæki eins og GreenBorder sem þegar mest lét var með um 25-30 starfsmenn. Google, svona til samanburðar, er víst með um 16 þúsund starfsmenn á sínum snærum víðsvegar um heiminn og maður er því bara pínulítill fiskur í stórri tjörn. Í raun er þetta þó að mínu mati draumafyrirtæki að mörgu leyti – sérstaklega fyrir þá sem hafa eitthvað með hugbúnaðarþróun að gera. Það eru ótrúlega fjölbreytt og spennandi verkefni í gangi og mikill samgangur á milli verkefna sem spanna vítt svið tölvunarfræðinnar, allt frá gervigreind yfir í viðmótsforritun svo fátt eitt sé nefnt þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Jafnframt er mælst til þess að 20% af tíma hvers starfsmanns fari í að sinna öðrum verkefnum innan fyrirtækisins sem hægt er að nýta sér til að kynnast því sem sem er í gangi innan fyrirtækisins eða útfæra einhverja snilldarhugmyndina sem kannski er búin að gerjast í huga manns í langan tíma en aldrei reynst vera tími til að útfæra. Mörg verkefni eru runnin undan rifjum þessa átaks eins og til dæmis Google News fréttaþjónustan sem í upphafi var aðeins hugarfóstur eins starfsmanns.
Hvernig er gert vel við starfsmenn hjá Google? Nudd? Golf? Góður matur? Mötuneytið eins gott og ég hef heyrt?
Google leggur sig mikið fram við að gera vel við starfsmenn sína, því verður ekki neitað. Mötuneytin eru víðsfræg fyrir úrval og gæði og orðið mötuneyti í raun rangnefni þar sem þau eru líkari veitingastöðum að gæðum en hefðbundnum mötuneytum fyrirtækja. Mötuneytin eru alls 17 á höfuðstöðvunum sem hvert og eitt sérhæfir sig í ákveðinni gerð rétta úr ferskum lífrænum hráefnum. Eitt mötuneytið sérhæfir sig í spænskum smáréttum (svokallaðir tapas réttir), annað býr til austurlenska rétti og matreiðir sushi á staðnum og svona mætti lengi telja. Boðið er upp á morgunmat, hádegismat og kvöldmat og veðurfarið gerir það að verkum að maður getur setið að snæðingi úti undir sólhlíf og notið Kaliforníu-blíðunnar stóran hluta ársins. Og ekki spillir fyrir að maturinn er með öllu ókeypis fyrir Google starfsmenn sem og gesti þeirra.
Tvær líkamsræktarstöðvar eru á svæðinu – gjaldfrjálsar – og sér Google um að útvega hrein handklæði fyrir starfsmenn. Tvö þvottahús eru einnig til staðar þar sem Google útvegar þvottaefni og rukkar hvorki fyrir notkun á þvottav
Archives
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- February 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
- April 2012
- March 2012
- February 2012
- January 2012
- December 2011
- November 2011
- October 2011
- September 2011
- August 2011
- July 2011
- June 2011
- May 2011
- April 2011
- March 2011
- February 2011
- January 2011
- December 2010
- November 2010
- October 2010
- September 2010
- August 2010
- July 2010
- June 2010
- May 2010
- April 2010
- March 2010
- February 2010
- January 2010
- December 2009
- November 2009
- October 2009
- September 2009
- August 2009
- July 2009
- June 2009
- May 2009
- April 2009
- March 2009
- February 2009
- January 2009
- December 2008
- November 2008
- October 2008
- September 2008
- August 2008
- July 2008
- June 2008
- May 2008
- April 2008
- March 2008
- February 2008
- January 2008
- December 2007
- November 2007
- October 2007
- September 2007
- August 2007
- July 2007
- June 2007
- May 2007
- April 2007
- March 2007
- February 2007
- January 2007
- December 2006
- November 2006
- October 2006
- September 2006
- August 2006
- July 2006
- June 2006
- May 2006
- April 2006
- March 2006
- February 2006
- January 2006
- December 2005
- November 2005
- October 2005
- September 2005
- August 2005
- July 2005
- June 2005
- May 2005
- April 2005
- March 2005
- February 2005
- January 2005
- December 2004
- November 2004
- October 2004
- September 2004
- August 2004
- July 2004
- June 2004
- May 2004
- April 2004
- March 2004
- February 2004
- January 2004
- December 2003
- November 2003
- October 2003
- September 2003
- August 2003
- July 2003
- June 2003
- May 2003
- April 2003
- March 2003
- February 2003
- January 2003
- December 2002
- November 2002
- October 2002
- September 2002
- August 2002
- July 2002
- June 2002
- May 2002
- April 2002
- March 2002
- February 2002
- January 2002
- December 2001
- November 2001
- October 2001
Categories
- Akureyri
- Anna
- Belgium
- Birthday
- Bjarki
- Canada
- Christmas
- Concert
- Confirmation
- Denmark
- Easter
- Emma
- Events
- Families
- Family
- FFF
- Finland
- Finnur's family
- France
- Friends
- Germany
- Graduation
- Guitar
- gymnastics
- Hiking
- Holland
- Hrefna
- Hrefna's family
- Iceland
- Ireland
- Italy
- Laugarvatn
- New Year's Eve
- Píanó
- snow
- Sweden
- Tenerife
- Thanksgiving
- Traveling
- UK
- Uncategorized
- Uppskriftir
- Us
- USA
- Visitors
- Weather