Þar skall hurð nærri hælum
[One of the hard drives in our computer died tonight, but fortunately it was the one where all the programs are stored, and not one of the precious data-drives. We therefore still have all of our pictures and all of my school work – phew! Since this was a little too close for comfort, Finnur decided to get a dedicated external back-up drive at Fry’s which will hopefully stave off any serious future data loss due to hard drive failures. Scary.]
Í kvöld dó einn harði diskurinn í tölvunni okkar, en sem betur fer reyndist það vera forritadiskurinn en ekki einn af gagnadiskunum. Allar myndirnar okkar og skólavinnan mín er því ennþá meðal vor, en á móti kemur að það verður að setja öll forrit á tölvunni upp á ný, sem á eftir að taka tímana tvenna. Sem betur fer dó tölvan fyrir lokun hjá Fry’s, svo Finnur var sendur á stúfana til að kaupa nýjan forritadisk, og í leiðinni kippti hann með 750 GB utanáliggjandi hörðum diski sem verður héðan í frá notaður til að taka afrit af merkilegum gögnum einu sinni á dag.
Annars er lítið að frétta. Ég hef verið að basla við að endurbæta grein sem ég hélt að hefði runnið út á tíma í sumar, en í ljós kom að það er víst ennþá möguleiki á að senda hana inn. Ég fékk að vita fyrir viku síðan að nýja deadline-ið væri 15. nóv og það hefur tekið mig síðan þá að laga það sem ég var komin með í sumar. Því miður vill svo til að mest pikkí með-höfundurinn er veikur þessa dagana, og því veit ég ekki hvort ég næ að fá komment og/eða samþykki frá honum í tíma. Við sjáum hvað setur. Ég er amk búin að koma ýmsu í verk undanfarna daga, sem vegur upp á móti því að ég hef ekki farið lengra en 10 metra út fyrir hússins dyr síðan í síðustu viku…