Vigtaður
Bjarki var vigtaður í dag og mældist 4.04 kg eða 8 lbs 15 ounces. Hann er því svo gott sem búinn að fjórfalda fæðingarþyngd sína! Hann er duglegur að borða og sofa, nema þegar hann þarf að prumpa, kúka eða ropa. Þess fyrir utan er hann bara sáttur við lífið, þó svo að okkur gruni að hann sé ekkert allt of kátur með nefrörið sitt.
Það var líka tekið blóðprufa hjá lækninum í dag, en við vitum ekki hvað kom úr henni. Helst var verið að athuga blóðmagnið, en nú á drengurinn loksins að vera farinn að búa til sín eigin blóðkorn. Eftir lækninn þá rotuðumst við mæðginin á sófanum í þrjá tíma, en við erum búin að koma drengnum upp á þann vonda sið að sofa Á fólki. Móðurhjartanu finnst nú allt í lagi að láta það eftir honum svona til að byrja með, enda þjáist hann örugglega af skorti á mannlegri snertingu eftir 3ja mánaða spítaladvöl!