ROP-laus
[Bjarki is 14 weeks old today, and this (or tomorrow?) should have been his birthday! Instead, he got a torturous morning… First up: After a whole lot of screaming, the eye doctor prononuced Bjarki ROP-free this morning, which is fantastic news! He’s not entirely out of the eye-woods yet, but if all goes well, he’ll only have to endure three more check-ups. We also changed his nasal canula by ourselves today – and took a few photos. Then visited his pediatrician and got his nose suctioned by the pros (i.e. the nurses).
Breastfeeding is complicated these days. Bjarki’s supposed to get the luxury of a few bottles a day to keep him from getting too tired. This puts me in the land of confusion and my poor boobies don’t quite know how to behave. I’ve also been quite stressed over this whole thing and that’s not helping. I’m hoping things will start falling into a routine sooner than later so we can all start relaxing…]
Greyið Bjarki Freyr (sem hefði átt að fæðast í dag, eða kannski á morgun) átti frekar óskemmtilegan morgun í dag, á 14 vikna afmælinu sínu. Við byrjuðum daginn á því að fara með hann til augnlæknis klukkan hálf átta. Þar fékk hann dropa til að víkka sjáöldrin og síðan leið og beið og leið og beið þar til augun voru skoðuð. Sem betur fer lúllaði hann bara á bringunni á mér á meðan við biðum. Á biðstofunni hittum við aðra fjölskyldu sem var nýútskrifuð af spítalanum, lítill heimur.
Augnskoðunin var dramatísk að vanda, augun glennt upp til skiptis með spennum og spegill notaður til að skoða augnbotninn. Ég hélt honum kyrrum í bílstólnum á meðan og reyndi að dempa öskrin með snuði en Finnur sat í horninu á herberginu á meðan og lét lítið fara fyrir sér, enda skoðunin óskemmtileg sjón. Niðurstaðan var þó góð: Það eru engin merki um ROP augnsjúkdóminn hjá Bjarka lengur! Það er þó ekki allt búið enn, því það eru eilitlar líkur á að ROP-ið taki sig upp aftur, og því þurfum við að mæta aftur í skoðun með hann eftir viku. Ef það er allt ennþá í lagi þá eigum við að mæta á tveggja vikna fresti þar til hann er orðinn 45 vikna. Sum sé, þrjár skoðanir í viðbót ef allt gengur vel.
Þegar heim var komið þá tók ekki mikið betra við. Við fengum skipun um að endurnýja nefrörið á Bjarka á þriggja daga fresti og í dag var fyrsti í skiptingu. Í þetta sinn fékk Finnur að halda honum á meðan ég losaði um límbandið með ólífu-olíu, hreinsaði kinnarnar og límdi svo nýtt sett á. Við stóðumst ekki mátið og tókum af honum myndir án nefdótsins. Súrefnið sem hann er með er ekki lífsnauðsynlegt fyrir hann, heldur auðveldar honum bara lífið og því er í lagi að hann sé án þess í stutta stund í einu.
Eftir ósköp númer tvö, þá fékk Bjarki pela með brjóstamjólk íbættri með smá fyrirbura-formúlu. Á meðan pumpaði ég, enda má ég hafa mig alla við að missa ekki mjólkina niður í ekki neitt neitt þessa dagana. Sá stutti drekkur nefnilega bara smá skammta í einu og yfirleitt bara úr öðru brjóstinu í einu, svo þau eru öll rugluð enda vön pumpunni. Hvað um það, ég virðist rétt hafa nóg í hann sem stendur, svo það er gott.
En ósköpin voru ekki öll búin, því við dembdum honum aftur í bílstólinn og í þetta sinn lá leiðin til barnalæknisins. Við höfðum hitt hana í fyrsta sinn á þriðjudaginn og nú skyldi athugað hvort Bjarki væri að þyngjast nógu mikið heima fyrir. Ég held að hann hafi bætt á sig 35 grömmum á tveimur dögum, sem telst í það minnsta, en þó ívið skárra en þyngdartap! Við ræddum aðeins við lækninn og það var úr að setja hann ekki á brjóstsviðalyfið aftur amk í bili. Sjáum hvað setur á þriðjudaginn í næstu viku.
Síðasta pynting Bjarka þennan morguninn var svo nef-ryksugun sem við báðum um hjá lækninum. Það var farið að hrygla all mikið í nefholinu hans, og þessar bláu sog-kúlur eru hálf gangslausar, svo við fengum atvinnuhjúkkur í þetta. Hann hljómaði miklu betur eftir suguna og þar með var farið heim og hann fékk annan auðveldan pela. Við mæðginin römbuðum svo í rúmið á meðan Finnur greyið fór í vinnuna til að halda áfram baráttunni við verkefnið sem heldur honum frá feðraorlofinu.
Þetta með pelagjöfina er annars áhugaverður kapítuli út af fyrir sig og veldur mér talsverðri streitu. Það er nefnilega svo að Bjarki á erfitt með að anda, öllu heldur, hann andar stundum ótt og títt og þarf að hafa svoldið meira fyrir þessu en flest önnur börn. Læknarnir vilja því að hann fái pela endrum og eins svo hann þurfi ekki að erfiða svo mikið á brjóstinu. Þetta brjósta-pela-pumpu-stand er heljarinnar dans, og við erum ekki alveg búin að koma okkur inn á hvað er best að gera.
Ég verð að viðurkenna að undanfarnir dagar hafa verið heldur stressandi, en voooonandi fara hlutirnir að falla í fastar skorður og stressið að minnka.
Finnur með Bjarka sinn.
Bjarki Freyr nefdótslaus.
Feðgarnir.
Anna Sólrún nýkomin af leikskólanum þar sem hún fékk fína hárgreiðslu!
Í stóra rúminu.