Hversu gamalt er barnið?
[The days go by, and slowly things are falling into a little bit of a routine. Night-time sleeping is going ok-ish, we get one 3 hour nap, but then he tends to start having stomach issues, which wake him up every hour or two. After Anna goes to daycare, the rest of the family tends to lounge in bed until noon-ish.
This week I’ve been going into the office for about three hours in the afternoon, to try and get some stuff done before Finnur goes back to work next week. It’s been good to talk to people and socialize, but at the the same time, I find working to be stressful because I’m trying to get stuff done quickly.
I don’t know what will happen once Finnur starts going to work, but the plan is to try and get enough sleep in the morning, go out for walks and also try to get some stuff done during the afternoon nap. Unfortunately we’re not supposed to take Bjarki out to meet and greet people, so I fear I might get a little lonely. But we’ll just have to wait and see how it goes.
Bjarki seems to be growing though. Some of his clothes are getting tighter, but we’ll know better on Friday when he goes in for his “four month visit”. His corrected age is a little less than one month though, so when he rolled himself from his tummy to his back this afternoon I was a little bemused. Just how old is this kid anyway?! I think he’s fulfilled all the stuff for one month old infants according to this list, and those of the ones in the three month old list that require physical strength. He lacks coordination though, but hopefully that’ll come soon.]
Dagarnir líða og hægt og rólega er að koma smá regla á lífið, amk endrum og eins. Sá stutti sefur yfirleitt vel á á milli 9 og 12 á kvöldin, og einn þriggja tíma lúr yfir nóttina (sem byrjar yfirleitt klukkan 1 um nótt, en stundum nær tvö og þá með meiri látum). Síðan er eins og hann lendi í magavandræðum og hann vaknar á kannski klst fresti fram eftir morgni þar til það kemur út sem þarf og þá fer hann að sofa betur.
Finnur skutlar Önnu á leikskólann á morgnana og síðan lúrir restin af fjölskyldunni fram undir hádegi. Þessa vikuna hef ég eytt þremur klst á skrifstofunni eftir hádegi til að reyna að koma einhverju í verk áður en Finnur fer aftur í vinnuna í næstu viku. Ég veit ekki hvernig hlutirnir eiga eftir að ganga þegar ég verð ein með Bjarka allan daginn.
Planið er að reyna að sofa nóg, en fara samt út í gönguferðir og reyna að vinna þegar hann sefur eftir hádegi. Það er ekki mikið verið að hvetja til að fara með drenginn “út á meðal manna” svo ég sé fram á frekar einangrað líf næstu vikurnar. Verst er að vinnan veldur nokkru stressi, því að mér finnst ég í kappi við að koma hlutum í verk, og þar sem ég get ekki verið á skrifstofunni, þá mun mannlega þáttinn líklega vanta.
Sá stutti virðist annars vera að lengjast. Sum fötin eru orðin of lítil, en það kemur betur í ljós á föstudaginn en þá fer hann í fjögurra mánaða skoðunina. Ég reyndar hristi nú bara höfuðið í dag því ég lagði hann niður á magann í dag og skömmu seinna var hann búinn að snúa sér yfir á bakið. Hann var orðinn of svangur til að reyna aftur, svo ég veit ekki hvort hann á eftir að endurtaka þetta, en hann snéri sér amk í dag.
Ef maður tekur tillit til hvenær hann hefði átt að fæðast, þá ætti hann að vera tæplega eins mánaða núna. Ég fann lista yfir þroskaáfanga á netinu, og mér sýnist hann nú þegar uppfylla eins mánaða listann. Af þriggja mánaða listanum er hann kominn með það sem þarfnast líkamsstyrks, en hann vantar samhæfingu. Sum sé, hann er eiginlega eins mánaða, en samt ekki.
Laugardagur 20. okt. 2007
Þriðjudagur 23. okt. 2007