Fyrsti í barneignarleyfi
[The first day in a three week paternity leave stared for me today and was extremely lazy-like (apart from three loads of laundry that Anna and I did together this morning). Anna then had swimming lessons, Todd and Tori stopped by for a visit and Anna and I took a nap in the afternoon, and slept for a good while. After dinner, Augusto and Sarah visited and we played Pinocle, but that pretty much covers it for what happened today.
Anna has been very sweet towards Bjarki today, on her first weekend day with him. She calls him “my baby” and has been very kind and considerate towards him. She, of course, wants to hold him all the time but is nice and quite while doing so, and just sits and watches him adoringly.]
Fyrsti dagurinn í þriggja vikna barneignaleyfi byrjaði í dag og var einstaklega letilegur (fyrir utan þrjár þvottavélar sem við Anna Sólrún dunduðum okkur við að þvo saman snemma í morgun). Anna fór svo í sund á hádegi, Todd og Tori komu í heimsókn og svo lögðum við Anna Sólrún okkur saman í síðdegislúrnum og sváfum vel og lengi. Eftir mat komu Augusto og Sarah og við spiluðum Pinocle, en að öðru leyti gerðist ekki mikið í dag.
Anna Sólrún er búin að vera voða sæt í dag, fyrsta helgardaginn heima með Bjarka. Hún kallar hann annað hvort “litla grey grey” eða “my little baby” (aðallega á leikskólanum) og er búin að vera voða sæt og góð og tillitsöm við “litla barnið sitt”. Vill iðulega fá að halda á honum og er róleg og góð og situr bara og horfir aðdáunaraugum á hann. Hún var átti líka gullkorn dagsins í morgun þegar Hrefna kynnti henni fyrir Íslands-púsli sem hún hefur ekki séð áður og sagði “nú ert þú orðin þriggja og hálfs, þannig að þú ert orðin nógu stór fyrir þetta púsl” og Anna horfði undrandi á hana: “þriggja og háls?!?” (og benti á hálsinn á sér). 🙂