Bjarki er kominn heim!!!
[Great relief! Bjarki is finally home from the hospital after 3 months and 3 days. We got the news early morning that he was in fact being graduated today so we showed up at 10am. They had warned us a week ago that he might be coming home today, but I was taking that with a grain of salt since they were off the mark on when he’d go down to the IICU from the NICU. 🙂
The graduation took a while longer than I expected; we had to fill out forms, listen to practical advice from the nurses, talk to the developmental psychologist, wait for the oxygen tank, the dean had to make a speech and hand Bjarki his diploma, etc. etc. 🙂 When it became clear to me this would take most of the day I had Hrefna drop me off at work so I could try to finish my work project I am trying to deliver before going on paternal leave for three weeks. Hrefna stayed at the hospital until 3pm and then took him home in the going-home-from-the-hospital outfit that great grandma Hrefna lent us (the eighteenth child in a row to wear those two dresses – one for each sex). After work I fetched Anna and when I got home Sarah and Augusto were busy-bees in our kitchen making pizza, while the rest of us were adoring the little prince.
The boy was sent home with an almost-man-sized oxygen tank (see below) and seven little “travel”-oxygen tanks, which are about half the size of a scuba tank. We don’t know how long he has to stay on the oxygen; the nurses said he might be on it for almost a year, but we’ll see how it goes. It is kind of weird to look at the big oxygen tank, which is located in the corner of our stairway, but as my colleague Erik phrased it when his little girl brought home a similar tank: “Nothing says baby room like a world-war 2 era large standing oxygen tank does it?“. 🙂
It so happens that Erik is in the same group I am at Google; his girl ended up on the same NICU and same IICU at a similar time Bjarki was there and went home at a similar time also. Quite a coincidence.]
Mikill léttir! Bjarki er loksins kominn heim eftir 3 mánuði og 3 daga á spítalanum. Við fengum að vita snemma um morguninn að til stæði að útskrifa hann og mættum við á spítalann kl. 10. Spítalinn var búinn að vara okkur við fyrir viku síðan að hann gæti mögulega komið heim í dag, en ég tók þá mátulega trúanlega þar sem það tók miklu lengri tíma að komast niður á millistigs-vökudeildina heldur en þeir sögðu.
Útskriftin stóð heldur lengur en ég átti von á, en það þurfti að fylla út eyðublöð, hlusta á hollræði frá hjúkkunum, tala við þroskasálfræðinginn, bíða eftir súrefniskútunum, rektor þurfti að halda tölu og afhenda dipplómað og í lokinn var Gaudeamus sunginn – og svo framvegis og svo framvegis. 🙂 Þegar ljóst var að þetta myndi dragast langt fram eftir degi skutlaði Hrefna mér í vinnuna, svo ég gæti reynt að ná að klára verkefnið sem ég er að vinna að svo ég geti nú loks tekið mér 3ja vikna leyfi. Hrefna var svo á spítalanum til kl. 3 og fór svo með Bjarka heim í heimferðarkjólnum sem Hrefna langamma lét okkur hafa (átjánda barnið í röð sem fær að klæðast heimferðarkjólunum tveimur – eitt fyrir hvort kyn). Eftir vinnu náði ég svo í Önnu og þegar heim var komið voru Sarah og Augusto að vinna hörðum höndum að því að búa til pizzu á meðan við hin dáðumst að litla krónprinsinum.
Drengurinn var sem sagt sendur heim með mannhæðar-háan súrefniskút (sjá hér að neðan) og sjö litla “ferða”-súrefniskúta sem eru svona í stærð á við hálfan köfunartank. Ekki er enn ljóst hversu lengi hann þarf að vera á súrefninu; hjúkkurnar sögðu að það yrði kannski í allt að ár en við skulum sjá til hvernig gengur. Það er annars hálf hjákátlegt að horfa á súrefniskútinn sem staðsettur er í horninu á stiganum okkar en Erik vinnufélagi minn orðaði það vel þegar hann fékk svipaðan kút heim með sínu barni: “það er ekkert sem fullkomnar barnaherbergið jafn vel og risastór súrefniskútur frá tíma seinni heimstyrjaldarinnar“. 🙂
Það vill nefnilega svo til að Erik er í sama hópi og ég hjá Google; stelpan hans lenti á sömu vökudeild á sama spítala og Bjarki, fór á sömu millistigs-vökudeild á svipuðum tíma og bæði börn heim á svipuðum tíma líka. Tilviljun.
Fyrst þurfti að prófa hann í bílstólnum í klukkutíma til að vita hvort hann þyldi stólinn vel.
[First he had to try out the carseat for an hour, to make sure he could tolerate it well.]
Að mestu laus við snúrurnar og kominn í heimferðargallann.
[Bjarki wearing his coming-home-outfit mostly cord-free.]
Loksing kominn heim til mömmu og Önnu.
[Home at last with mommy and Anna.]
Ekki kemur okkur til með að skorta loft í þessu heimilishaldi (og einhverjir koma til með að benda á að ekki var skortur fyrir).
[There will be no shortage of air in this household (and some might point out there wasn’t a shortage of hot air to begin with).]
Fjölskyldumyndin. [Family photo.]