Það er ungabarn í húsinu
[Bjarki’s not been sleeping all that well at night so today I really felt the effects of having an infant in the house. Tired!! This afternoon I left Finnur and Bjarki at home and went dress-shopping for Todd’s and Torie’s wedding this Saturday. It’s in the area so I’m planning on “dropping in” for a few hours. Not much else going on. Bjarki’s gaining a little bit of weight which is good, and he has an eye exam in the morning, which is less exciting. And Anna got (hot-pink, what else?!) rainboots to prepare for the oncoming autumn-rain.]
Í dag leið mér í fyrsta sinn eins og það væri í raun ungabarn í húsinu. Bjarki vakti lengi vel í nótt, og ætlaði aldrei að sofna í morgun heldur, svo að ég skreið ekki fram úr fyrr en um eitt eftir hádegi og var ennþá frekar skökk! Finnur var heldur sprækari þrátt fyrir að hafa verið plataður í gefa Bjarka pela í nótt. Sá stutti verður nefnilega hálf ruglaður þegar hann er þreyttur og svangur og bara leggur ekki í brjóstið.
Þeir feðgar voru annars einir heima í nokkra tíma á meðan ég fór og fann kjól fyrir brúðkaup Todds og Torie á laugardaginn. Það gekk víst bara vel hjá þeim. Ekkert sérstakt annars í fréttum fyrir utan að það er byrjað að rigna og í tilefni af því fór ég með Önnu og keypti á hana stígvél í gær. Þau eru að sjálfsögðu bleik! Við fórum til barnalæknisins í gær og Bjarki er eitthvað að þyngjast samkvæmt vigtinni. Næsta heimsókn/vigtun er eftir viku. Í fyrramálið er hins vegar augnskoðun, bleh.
5. okt: Í gamla ömmustól. [In the old rocker]
Afskaplega vakandi. [Very much awake and alert.]
8. okt: Finnur í feðraorlofi að leggja lokahönd á verkefnið sitt, með Bjarka í uppáhaldsstellingunni sinni.
[This is Bjarki’s favorite sleeping-postion. And Finnur spent the first two days of his paternity leave finishing up his project!]
Svo kyssilegur! [So kissable!]
10. okt: Sofandi í hádeginu. [Lunchtime napping]
Sofandi prins. [The sleeping prince.]