Rúmlega 10 vikna
[Bjarki had a good day today, with almost no “desats”. I went to see him around lunchtime, but didn’t try him at the boob (for his daily drowning) since right when I was about to do so, a lab-lady came to take a blood sample and he was exhausted afterwards. Boy, did he put up a fight! Finnur and Anna biked to the hospital and I left Finnur there to give Bjarki a bottle at 3pm.
Unfortunately he’d just started when the shift-change occurred (he’d gotten delayed by a-neverending-poopy-diaper-change) and got thrown out of the room. This is the most annoying thing about the NICU, but I’m told the “interemediate ICU” doesn’t kick you out nearly as much. The lab test showed that Bjarki was ok on blood, but not great, so they decided to infuse him with more blood from the same donor as yesterday. He should be crazy pink tomorrow!]
Bjarka gekk vel í dag, hélt súrefnismagninu ágætlega svona til tilbreytingar. Ég fór til hans í hádeginu og ætlaði að prófa hann á brjóstinu (þar sem hann drukknar daglega) en varð að hætta við því að það kom kona til að taka blóðsýni. Bjarki streittist heldur betur á móti og var uppgefinn eftir slaginn svo hann fékk bara mjólk í gegnum slönguna.
Finnur og Anna komu svo hjólandi upp á spítala, og ég skildi Finn þar eftir til að gefa Bjarka pela um þrjúleytið. Það tókst ekki betur en svo að honum seinkaði því að Bjarki var svo duglegur að kúka einmitt þegar það átti að skipta á honum, svo rétt þegar hann var byrjaður að gefa pelann, þá var honum hent út því það var komið að vaktaskiptum. Mér er tjáð að á milli-vökudeildinni þá sé manni ekki hent út á þessum tíma. Blóðsýnið sýndi að blóðmagn Bjarka var betra, en ekki frábært, svo að það var ákveðið að gefa honum meira blóð í dag, til að geta notað blóð frá sama blóðgjafa. Hann ætti að vera vel bleikur á morgun! 🙂
Í rúminu sínu. [Sleeping in his bed.]
Spítalaherbergið. [The hospital room.]
Að reyna að vakna. [Trying to wake up.]
Fyrsta fjölskyldumyndin. [The first complete-family picture.]