Nýtt herbergi
[Bjarki moved to the smaller IICN room today, hopefully it’ll be a little more quiet than the big room. He did pretty darn good at the breast today, came pretty close to getting half of his feed two out of three times. The eye doctor came by late in the evening and declared him to be stable: right eye is still stage 2 and the left one is stage 1. He’ll be getting his first vaccinations tonight or tomorrow. I hope it won’t affect his feeding too much…]
Minni herbergið á “vaxtarræktinni” opnaði í dag eftir endurbætur (pláss fyrir 6 börn í staðinn fyrir 12) og Bjarki var fyrsta barnið sem flutti þangað inn. Hjúkkan hans bauð mér meiri að segja að velja hvar hann fengi að vera og okkur kom saman um að setja hann lengst frá hurðinni til að minnka umgang og læti.
Hann fékk annars heldur betur að æfa sig á brjóstinu í dag, sem gekk betur en oft áður því mjólkurbirgðirnar eru ennþá að jafna sig eftir veikindin fyrir helgina og því minna um drukknun. Á vaxtarræktinni eru börnin vigtuð fyrir og eftir brjóstagjöf (svoldið maus!) en samkvæmt því drakk hann 12 mL klukkan 12, 30 mL klukkan 15 og 26 mL klukkan 18. Það sem vantaði upp á fullan skammt (sem er núna 63 mL) var síðan látið renna niður í maga í gegnum slönguna.
Í kvöld kom augnlæknirinn víst og staðan er sú sama og fyrir viku síðan: stig 2 hægra megin og stig 1 vinstra megin. Gott á meðan það versnar ekki! Hann á síðan að fá fyrstu bólusetningarnar sínar í nótt eða á morgun. Það verður að koma í ljós hvort að allt þetta áreyti komi niður á mataræfingunum.