Gúlp gúlp gúlp gúlp…
[The cardio-docs decided to stop Bjarki’s heart medication today (for the crazy fast heartbeats) to see if he’s “grown out of it”. There’s been no sign of tachycardia (the crazy fast heartbeat) for about 8 weeks now, and they figured stopping it now, when he’s hooked up to a continuous monitor, would be a better idea than waiting until he’s about to go home. So we’ll just have to wait and see what happens…
Bjarki repeated yesterday’s bottle-drinking achievement at noon today and downed the entire 52 mL bottle of milk without desatting. He even did a stint of suck-swallow-breathe-suck-swallow-breathe… instead of suck-swallow-suck-swallow-suck-swallow…BREATHE! And that was after nippling on “el freshly-emptied boobie” for a bit and getting 5 mL there. It has to be “freshly-emptied” since he’s still not adept enough to handle a full-blown milk-letdown, which literally drowns him causing a mighty desat!
Later in the day the eye-doctor popped by and declared his eyes “stable”, i.e. still stage 2 ROP (the link has neat explanatory images). The preemie next to Bjarki though has stage 3 ROP so the eye doctor ordered the ceiling light above him to be turned on at all times. More light apparently makes babies more prone to focus their eyes, which is supposed to beneficial, although preemies generally don’t like bright light very much. I hope Bjarki reaps some of those benefits without getting too annoyed at the bright light…
The most radical non-preemie activity today was to go on Lego.com and order a bunch of individual blocks. For some reason the folks at Lego just don’t ever put the good stuff in their big bins of blocks (magnets anyone?!) so we decided to remedy the situation. Ordering on a block-by-block basis was a little cumbersome, but we hope we got the right hubs for the wheels etc! Can’t wait to get those magnets though… mmmm…magnets! 🙂]
Dagurinn í dag var fyrsti dagurinn hans Bjarka Freys án hjartalyfsins sem stoppar ofurhraða hjartsláttinn. Hann hefur ekki fengið svoleiðis kast í um 8 vikur og því þótti víst kominn tími á að athuga hvort hann sé vaxinn upp úr hjartaveseninu sínu. Þá þótti líka sniðugt að gera það núna á meðan hann er ennþá undir stöðugu eftirliti á spítalanum, frekar en rétt áður en hann færi heim. Svo við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum.
Í hádeginu í dag endurtók Bjarki Freyr afrek gærdagsins, og kláraði heilan 52 mL pela af mjólk án þess að missa niður súrefnismettun á blóði. Hann meiri að segja saug-kyngdi-andaði-saug-kyngdi-andaði… í smá tíma í staðinn fyrir að sjúga-kyngja-sjúga-kyngja-sjúga-kyngja-…ANDA!, eins og fyrirburar gera helst. Og pelinn kom eftir að hann hafði drukkið örlítið (5 mL) af ný-tæmdu brjóstinu. Hann er ekki orðinn nógu góður í þessu til að ráða við mjólkurflóðið úr fullu brjósti, það drekkir honum bara!
Um þrjúleytið mætti augnlæknirinn og sagði að augun hans Bjarka væru “stöðug”, það er ennþá með ROP á öðru stigi (sjá útskýringarmynd hér). Fyrirburinn í næsta rúmi er hins vegar kominn með stig 3 og nú er búið að kveikja á loftljósinu fyrir ofan rúmið hans. Það á víst að hjálpa honum við að fókusa betur sem á að vera gott fyrir augun, þrátt fyrir að fyrirburum sé almennt illa við mikið ljósmagn. Vonandi hjálpar ljósið Bjarka Frey líka að fókusa, án þess að pirra hann of mikið…
Í kvöld tókum við okkur til og pöntuðum góðan slatta af sérvöldum legó-kubbum af Lego.com. Einhverra hluta vegna virðast snillingarnir hjá Lego vera voða nískir á skemmtilegustu kubbana og þeir rata sjaldnast í stóru kubba-kassana sem maður kaupir. Við sátum því sveitt við meiripart kvölds, og nú er bara að vona að við höfum keypt réttar felgur fyrir dekkin! Ég hlakka samt ekkert smá til að fá segulstálin í hendurnar…. mmmm segulstál! 🙂