Blogghlé
[I just checked the blog and noticed we haven’t updated in a few days. Hmmm… What happened, I find myself asking myself? 🙂 I guess we noticed how boring our life is after Steinunn and Einar left 🙂 on Thursday night and we feel like there are no news. Anna Solrun told me the following morning that she misses them, and I couldn’t but agree. 🙂
We have a long Labor day weekend now with Monday off and we are just relaxing. Gunnar, who is just about to start his studies at Stanford, showed up for a visit and we served some bbq pork ribs that we gobbled down. Yesterday was girls night out for Hrefna.
Apart from that, things are quiet. Bjarki Freyr is doing well. We got some good news from the developmental expert who said that usually he makes up a plan for the parents for things that need attention but in Bjarki’s case he doesn’t need to, developmentally he looks good and he was pleased with the progress. This positive news was offset by the eye doctor who said he suspects Bjarki will need laser eye surgery, although it is not sure yet. We’ll wait and see. He is starting to take the breast and the bottle, which is a big step forward. He is now 5.5 lbs.]
Ég var að kíkja á bloggið og taka eftir því að við höfum ekkert uppfært í nokkra daga. Hmmm… Hvað hefur gerst, spyr ég sjálfan mig? 🙂 Líklega höfum við tekið eftir því hvað líf okkar er fábrotið eftir að Einar og Steinunn fóru 🙂 á fimmtudagskvöldið og okkur finnst eins og það sé ekkert að frétta. Anna Sólrún spurði mig að morgni föstudags: “pabbi, hvar eru Steinunn og Einar – ég missa þeim” (ég sakna þeirra) og ég gat ekki annað en tekið undir það. 🙂
Annars er bara löng helgi hér – frí á mánudegi (frídagur verkalýðsins) og við bara í rólegheitunum. Gunnar, nýstúdent í Stanford, kom í heimsókn í kvöld og við borðuðum með honum svínarif sem runnu ljúflega niður með ferskum maís og guðaveigum. Í gær var svo stelpnakvöld hjá Hrefnu.
Að öðru leyti er lítið að frétta svo sem. Bjarki Freyr hefur það gott. Við fengum góðar fréttir frá þroskaþjálfaranum sem sagði að venjulega setti hann upp plan fyrir það sem foreldrarnir þyrftu að skerpa á eða fylgjast með en í tilfelli Bjarka hefði hann ekkert að segja; hann liti vel út, hefði þroskast vel og að hann væri ánægður með árangurinn. Þær gleðifregnir voru svo aðeins tempraðar þegar augnlæknirinn sagði að hann grunaði að Bjarki myndi þurfa leiser skurðaðgerð til að laga augun, þó það sé ekki útséð með það ennþá. Við bíðum og sjáum. Annars er hann bara farinn að prófa að að taka brjóstið og pelann líka, sem er mikið skref fram á við. Hann er orðinn tvö og hálft kíló að þyngd.