Blóð með hádegismatnum
[A blood test this morning revealed that Bjarki was anemic again so he got a blood transfusion around noon. The docs are hoping this will lower his heart rate a bit, and hopefully calm his breathing too. Apparently panting is a side effect of low blood counts. Today we also got the docs to change his (force) feeding from the pump-method to the gravity-method, since the pumping milk down over an hour wasn’t helping with the reflux at all. Not much else going on. Anna went to her swimming lesson as usual, napped and then we attended a birthday party for our neighbor. We did manage to tidy up a bit and I finally made some progress on sorting out clothes to donate.]
Í morgun var tekið blóðsýni úr Bjarka og þá kom í ljós að hann var aftur orðinn blóðlaus því hann er ekki ennþá farinn að búa til nógu mörg rauð blóðkorn sjálfur. Hann fékk því blóðgjöf með hádegismatnum, sem í þetta sinn fór niður með þyngdaraflinu. Hjúkkan hans í dag kom því svo í gegn að nú er hætt að gefa honum mat með sprautu og þyngdaraflið notað í staðinn. Það er samt reynt að gefa honum pela af og til og ég held áfram að setja hann á brjóstið, þó svo að enn sem komið er endi það alltaf með því að hann drukkni og standi á öndinni á meðan hann finnur út úr því í hvaða röð er best að kyngja og anda þegar það er mjólk í munninum.
Anna fór að vanda í sundkennsluna í dag, lagði sig svo en síðan var farið í afmæli til dóttur nágranna okkar. Þess fyrir utan hafist að sortera part af fatahrúgunni í einum skápnum í “eiga” og “gefa”, en gömlu fötin hennar Önnu Sólrúnar hafa hrannast upp á undanförnum árum og löngu kominn tími til að grisja hrúguna.