Augnskoðun
[Bjarki’s still hanging out in the NICU, but I met an “ex-NICU, current IICN”-mom who told me that her son is being discharged from the IICN tomorrow so Bjarki might conceivably move down then. Turns out the whole IICN isn’t closed, just one of the two rooms.
We had a pretty good day today. Bjarki nippled at both the breast and a bottle at lunchtime. I kinda overexerted him a little, so he was wiped out by 3pm and then at 4:30pm the eye doctor came. He found Bjarki’s right eye to be “stable” (stage 2 ROP) but the left eye had gotten better and is now stage 1 ROP. That was good news indeed! The eye exam took a lot out of Bjarki, so I just cuddled him before taking off at 6pm. Hopefully he’ll have regained his strength by tomorrow…]
Bjarki Freyr eyddi enn einum deginum á vökudeildinni, en ég hitti eina mömmu sem var í sama herbergi og við en er núna á milli-vökudeildinni og hún sagði að hennar strákur ætti að fara heim á morgun. Það gæti því opnast pláss niðri á morgun, við sjáum hvað setur. Mér skildist í dag að það væri bara annað herbergið á milli-vökudeildinni sem væri lokað vegna framkvæmda, en ekki deildin sjálf.
Dagurinn var annars ágætur. Bjarki reyndi við bæði brjóstið og pela í hádeginu og ég gekk líklega aðeins fram af honum við þær aðfarir. Hann var heldur þreyttur víst klukkan 3 þegar hjúkkan bauð honum pela, og svo birtist augnlæknirinn klukkan hálf-fimm. Niðurstaðan úr þeirri skoðun var að hægra augað er “stöðugt” (stig 2 af ROP) en vinsta augað hefur batnað og er núna aftur á stigi 1, sem eru mjög góðar fréttir. Eftir skoðunina hélt ég bara á litla strumpi sem átti heldur bágt, andaði ótt og títt og þurfti greinilega að jafna sig. Ég var því ekkert að pína hann meira í dag og fór heim nokkuð snemma. Vonandi verður hann búinn að jafna sig á morgun!
Bjarki við myndina sem var tekin þegar Anna Sólrún hélt á honum fyrst.
[Bjarki by the picture from when Anna first held him.]