Aðgerðarkvöld
[The operation today went fine, but Bjarki was in quite a bit of pain into the evening. He’d calm down, and then scream in pain if he was moved at all and his heart rate would shoot up to 230, in spite of his pain medication. Not fun, but hopefully he’ll get better soon.
I heard from dad today that his mother-in-law, Muriel, had passed away after a long battle with cancer. We send our deepest sympathies to the family in England. She’ll be missed.]
Var að koma heim af spítalanum eftir langan dag. Bjarki var stútfylltur af brjóstamjólk í morgun því hann mátti ekkert borða eftir 11. Síðan svaf hann til tvö en í staðinn fyrir að vera rúllað upp á efri hæðina hálftíma síðar þá fengum við að vita að það yrði seinkun. Sá stutti varð því að láta sér snuðið duga og stóð sig eins og algjör hetja þó svo að hann hefði borðað snuðið ef það hefði verið ætt.
Rúmlega fjögur var hann kallaður upp og þar fengum við að dúsa í smá stund á meðan skurðstofan var gerð tilbúin. Ég talaði við svæfingalæknana og síðan hélt ég á honum inn langan gang þar til við komum að hurð sem ég mátti ekki fara inn um. Það verður seint sagt að það sé skemmtilegt að láta barnið sitt af hendi en það varð ekki hjá því komist.
Rúmri klukkustund síðar var aðgerðin búin. Aðgerðin var gerð í gegnum lítil göt og það var lokað fyrir kviðslit sitt hvorum megin í náranum og svo saumað fyrir nafla-kviðslitið á leiðinni út. Þegar ég fór að hitta Bjarka í eftir-herberginu, þá var hann hundfúll með þetta allt saman og öskraði af lífs- og sálarkröftum. Læknarnir voru heldur betur kátir með það, enda gerist það stundum að litlir krakkar nenni ekki að anda eftir svæfingar og þurfi því að vera á öndunarvél í nokkra stund á eftir. Það átti sko ekki við minn.
Síðan var okkur rúllað inn á vökudeild og það kom fljótlega í ljós að Bjarki vildi alls ekki láta hreyfa sig því þá öskraði hann eins hátt og hann gat og hjartslátturinn skaust upp í 230 slög á mínútu, sem er nú í það hæsta sem hann má fara. Eftir að það var búið að skrá hann inn, þá tók ég hann í fangið og hélt á honum fram eftir kvöldi. Hann fékk morfín sem róaði hann, en samt sem áður komu sárar grátkviður endrum og eins. Það síðasta sem ég gerði áður en ég fór heim var að plata ofan í hann Tylenol verkjalyf með snuðun inn á milli öskruhviða (hann var ekki sáttur við að vera settur í rúmið aftur, allt of miklar hreyfingar!).
Nú er bara að vona að hann jafni sig fljótt og vel. Læknirinn sagði að það versta ætti að vera yfirstaðið eftir 2 til 3 daga. Planið er að hann fari niður á vaxtarræktina á morgun, að því gefnu að það sé pláss fyrir hann þar. Það er heldur þröngt á spítalanum um þessar mundir því það er verður að endurbæta enn eitt herbergið og því var einhver óvissa um hvað gerist á morgun.
Eitt í lokin. Hún Muriel, móðir Clare stjúpmömmu minnar heitinnar, lést í dag í Englandi eftir langa baráttu við krabbamein. Hennar verður sárt saknað og við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldunnar.