3ja mánaða
[Bjarki’s doing better, he’s definitely in a lot less pain and is now feeding normally. Unfortunately the intermediate nursery is full so he’s stuck in the NICU, which is almost full, and therefore very busy and noisy. Maybe he’ll move downstairs tomorrow. In the meantime they’ve ordered oxygen tanks for him to take home, and they’ll be delivered on Monday. If Bjarki behaves over the weekend, and doesn’t start any funny business, the plan is to discharge him on Monday. I can’t wait!]
Bjarki hafði það miklu betra í dag, er laus við æðalegginn og er núna farinn að borða aftur. Því miður er hann fastur á vökudeildinni því að vaxtarræktin er full. Vökudeildin er hins vegar þéttpökkuð líka og því mikið um að vera inni í herberginu hans. Við vonum innilega að hann komist niður á morgun, því að það er allt svo miklu rólegra þar. Í dag var farið í að panta súrefniskúta fyrir hann svo hann geti farið heim, og við megum eiga von á þeim á mánudaginn. Þá er planið nefnilega að útskrifa guttann, að því gefnu að hann taki ekki upp á neinu undarlegu núna um helgina.