Þriggja daga helgi lokið
[A warm three day labor day weekend is over. We’ve been experiencing a heatwave and Anna and I visited Darya today, Anna’s classmate, (after a visit to the hospital and a nap). Darya’s parents had invited us over to take a dip in the pool in their housing complex, which we gratefully accepted and thoroughly enjoyed.
Anna keeps becoming more of a person (as opposed to a child); is clearly developing mentally these days and keeps becoming funnier and funnier. Tonight she instructed me to “come out of the computer and into the mealtime” in the commanding tone that her mother often uses. The setting was surprising, since we were in the middle of a shopping trip at the grocery store, but she was probably just practicing for the evening. 🙂
This morning she sat down in our couch, sniffed the air and claimed: “pufff…. I can smell Einar” – pretending to smell Einar’s after shave, which is something we don’t notice. 🙂
No real news from Bjarki – one of the nurse said there is nothing new, except he has gotten a little cuter since yesterday. 🙂 Anna got to hold him both today and yesterday (first time) and was extatic about it – not noticing the look of terror on her parent’s face while it happened. 🙂 It was a huge success, she was all smiles and informed me afterwards that I should be proud of her for “not shouting at all and not acting up or anything”. 🙂
Tonight I BBQed icelandic hot-dogs and served for dinner; hot dogs that Einar and Steinunn showed up with, much to our delight. 🙂 And now it is time to get prepared for another week at work/the hospital]
Þá er heitri þriggja daga labor day helgi lokið. Það er búið að vera hitabylgja í gangi og kíktum við Anna í því tilefni í heimsókn til Daryu bekkjarfélaga Önnu í dag (eftir spítalaheimsókn og lúr) en þau voru búin að bjóða okkur í sundlaugina í bakgarðinum hjá sér sem við þáðum með þökkum og kom sér vel í hitanum.
Anna Sólrún er annars alltaf að verða meira og meira að “manneskju” (en ekki bara barn), er greinilega að taka út andlegan þroska þessa dagana og alltaf að verða fyndnari og fyndnari. Í kvöld sagði hún við mig í skipanatón að hætti móður sinnar: “Finnur Breki, komdu út úr tölvunni og inn í matinn”. Reyndar vorum við nú bara í matvörubúðinni en hún var að æfa sig fyrir kvöldið. 🙂 Í morgun settist hún upp í sófann, setti snúð upp á nefið og sagði: “uff… ég finn lykt af Einari” – en þá þóttist hún finna rakspíralyktina af Einari sem við merkjum nú ekki sjálf. 🙂
Engar fréttir frá Bjarka Frey svo sem annað en að hjúkkan sagði í morgun að hann væri orðinn aðeins sætari í dag en hann var í gær. 🙂 Anna fékk annars að halda á honum í gær í fyrsta skipti og aftur í dag og var himinlifandi sæl með það og tók ekkert eftir skelfingarsvipnum á foreldrunum meðan á því stóð. 🙂 Hún stóð sig annars þvílíkt vel með hann og tilkynnti mér eftir á hvað hún hefði verið dugleg: “ég var ekkert að hrópa eða brölta eða neitt”. 🙂
Í kvöld grillaði ég svo íslenskar pylsur og bauð upp á í kvöldmat. Pylsur sem Einar og Steinunn mættu með, okkur til mikillar ánægju. 🙂 Og nú er bara að búa sig undir aðra vinnuviku með tilheyrandi spítalaheimsóknum.
Anna Sólrún með Bjarka í dag
Anna’s visit with Bjarki today
Anna Sólrún sýnir hvernig hann geispar
Anna demonstrating how he yawns
Darya hjá pabba sínum í lauginni í dag
Darya with her father in the pool today
Anna Sólrún nýtur sín í lauginni
Anna enjoying the pool
P.s. Hjartanlega til hamingju með tvítugsafmælið Nökkvi Jarl!! 🙂