Saumó og pabbahald
[I attended a “sewing” club last night. Not much new from the hospital. Bjarki keeps getting slightly more milk every day but is still on the CPAP and keeps “desatting” which keeps them on their toes. Finnur went to the hospital today and held him for an hour or so, which he seemed to tolerate well. Anna on the other hand had a playdate with a classmate and then her usual swim-lesson. She slept for almost 3 hours in the afternoon and then had a lazy rest of the day. I still have a sore-throat and a cough, so no hospital visits for me, but tonight’s nurse told me she’s going to give him a sponge bath at 3am.]
Fór í saumó til Siggu í gærkvöldi. Það var voða gaman, Soffía mætti með tvíburana sem voru miðpunktur athygli allra. Það er annars að fækka ískyggilega í saumó því Soffía er að flytja heim til Íslands eftir viku, Svava María er á leið til Boston og Lotta flytur til Íslands í nóvember. Á móti kemur að ein ný mætti í gær og ég held að það sé mögulega von á tveimur öðrum núna í haust þegar skólinn byrjar.
Af spítalanum er lítið að frétta. Bjarki fær alltaf eilítið meiri mjólk á hverjum degi en er ennþá á nefpústinu og súrefnismagnið í blóðinu hans tekur ennþá dýfur öðru hvoru. Finnur fór upp á spítala í dag og hélt á Bjarka í um klukkustund og hann virtist þola það ágætlega. Anna Sólrún fór hins vegar í morgunheimsókn til bekkjarsystur sinnar og svo í sundkennsluna. Hún rotaðist svo í næstum þrjár klukkustundir eftir hádegi og restinni af deginum var eytt úti í garði. Ég er ennþá með pirring í hálsinum og hósta svo ég er ekki spítala-fær. Talaði hins vegar við nætur-hjúkkuna áðan í síma og hún ætlar að “baða” Bjarka klukkan þrjú í nótt.