Samur við sig
[I went to visit Bjarki tonight and I must say I recognize my boy again. Last night he seemed unlike himself, annoyed and uncomfortable and kept experiencing a drop in oxygen saturation. Tonight, however, he seemed completely different: content and was back to his old self. He fell asleep in my arms as usual after getting his milk and slept soundly.
Last night I was getting worried he was getting sick, but after visiting him tonight I have changed my mind because he seemed normal again. I also noticed that the other babies in the ward are starting to look small compared to Bjarki, which feels comforting. The comparison isn’t always comforting, though, as I found out tonight when a sick premie was flown in by a helicopter as I was getting ready to leave. That premie looked to me like roughly the same size and development stage as Reynir when he was born and even got “Reynir’s bed” by accident. Since my job was done as far as Bjarki was concerned I decided not to relive unpleasant moments and went home.
Once I got home Hrefna had taken the milk in our fridge-freezer and moved it to the standing freezer, and formally labelled it full! 🙂 We counted 480 bottles, which we think is about 24 liters of milk (about 6.3 gallons)! 🙂]
Ég fór og kíkti á Bjarka Frey áðan og get ekki annað en sagt að núna þekki ég strákinn minn aftur. Í gærkvöldi hafði hann allt á hornum sér og var ekki alveg eins og hann á að sér að vera; voða ósáttur og leið greinilega ekki nógu vel. Í kvöld var hann allur annar, var ekki alltaf að missa niður súrefnismettunina og virtist bara hafa það gott. Hann sofnaði í fanginu á mér eins og venjulega eftir að hafa fengið mjólkina sína og svaf vært.
Ég var í gærkvöldi farinn að hafa áhyggjur af því að hann væri að veikjast en eftir að hafa heimsótt hann í kvöld sýnist mér sem það hafi bara verið vitleysa í mér því hann var allur annar. Það er jafnframt góð tilfinning að horfa í kringum sig á deildinni og sjá að hin börnin eru smám saman að verða lítil í samanburðinum. Reyndar vakti samanburðurinn í kvöld eiginlega blendnar tilfinningar því að þyrlan mætti með veikan fyrirbura um það leyti þegar ég var að gera mig kláran til að fara. Sá fyrirburi var nefnilega á stærð við og á svipuðu þroskaskeiði og Reynir þegar hann fæddist og fékk meira að segja rúmið “hans Reynis” fyrir tilviljun. Þar sem mínu hlutverki var lokið í kvöld hvað Bjarka varðaði þá ákvað ég að vera ekkert að rífa upp gömul sár og lét mig bara hverfa.
Þegar heim kom var Hrefna búin að taka til í ísskáps-frystinum og færa mjólkina hans Bjarka yfir í standfrystinn á gólfinu og lýsti því yfir að sá frystir væri formlega fullur. 🙂 Okkur telst að þetta séu 480 flöskur eða ca. 24 lítrar af mjólk. 🙂
Það er svo gott að teygja sig þegar maður er svona nývaknaður
[Stretching as he just woke up]
Kominn í fangið á pabba og tilbúinn að fá að borða.
[In daddy’s arms, ready for the feeding.]