Löng helgi framundan
[Tomorrow and Friday is a day off for Anna at the daycare, so I took two days off from work to be with her and Steinunn and Einar. Nothing is planned yet; I guess we’ll decide tomorrow.
Bjarki becomes 8 week old tomorrow (Thursday). I went to visit earlier and there is nothing new really; the place was not too busy – not many kids and relatively quiet. Bjarki is probably going through a growth spurt because he was sleeping when I showed up (he is usually awake and starting to look around for his food when I show up) and he fell sound asleep of course during the latter half of his mealtime. Below are some pictures taken tonight.]
Á morgun og á föstudaginn er frí á leikskólanum hjá Önnu Sólrúnu þannig að ég tók mér tveggja daga frí úr vinnu til að vera með henni og Steinunni og Einari. Ekkert planað ennþá, ætli við tökum ekki ákvörðun á morgun um hvað við viljum gera. Kannski förum við upp í borg.
Bjarki Freyr verður annars 8 vikna á morgun (fimmtudag). Ég kíkti áðan upp á spítala og það er ekkert nýtt að frétta svo sem; allt rólegt á vígstöðvunum – ekki margir krakkar á deildinni og rólegt um að litast. Bjarki Freyr sennilega á vaxtarskeiði því hann var sofandi þegar ég mætti (yfirleitt vaknaður og farinn að litast um eftir matnum sínum) og sofnaði þegar leið á seinni hlutann af máltíðinni.
Hér eru svo nokkrar myndir af honum frá því í kvöld.
Hvar er maturinn minn!?
[Dood, where’s my food!?]
Svolítil mjólk komin í magann
[A little milk has found its way into his stomach]
Horfandi í kringum sig
[Looking around]