Helgin liðin
[I was in charge of visiting Bjarki this weekend in Hrefna’s absense, who is in self-imposed exile due to the cold that has been going around. I had also been away, with something in my lungs so I hadn’t seen him in a while. But, it was good to show up again and see that he had grown and seemed to be doing well. He is, for example, fast reaching the same milk intake he was on before the infection (he’s on 17ml per feeding now and will reach 19ml tonight) and the nurse was happy with the progress. She said he was one of two premies on the ward that do extremely well when held and he seems to benefit from it. I managed to hold him yesterday and he slept nice and sound on my chest for a little less than an hour.
The weekend went by pretty quickly; Anna finally got to visit her friend Ruby at daycare but she has been begging us for it for a while but somehow it never got done. The two of them got along quite nicely, as they do in daycare. Today we visited Arnar and Solveig in Los Altos where Anna played in the sun in a wading pool with the other kids as Sigga, Edda and Gummi and the new kids on the block, Hulda and Gummi, also showed up with their kids.]
Ég sá um heimsóknartímana um helgina (fös, lau og sun) í fjarveru móðurinnar sem er í sjálfskipaðri útlegð með kvefpest sem hefur verið að ganga í fjölskyldunni. Ég hafði reyndar verið fjarverandi líka með e-ð í lungunum þannig að ég hafði ekki séð hann í svolítinn tíma. En það var gott að mæta aftur og sjá að hann hafði stækkað og virtist hafa það gott. Hann er til dæmis hratt að ná að innbyrða sama mjólkurskammt og áður en hann fékk sýkinguna (er núna á 17ml í einu, fær 19ml seinna í kvöld) og hjúkkan var ánægð með framganginn. Hún sagði að hann væri eitt af tveimur börnum á deildinni sem henni fannst standa sig mjög vel þegar haldið væri á þeim og virðast hafa gott af. Ég náði að halda á honum í gær og hann svaf vært á bringunni á mér í tæpan klukkutíma.
Helgin leið annars hratt; Anna Sólrún fékk loksins að fara í heimsókn til Ruby vinkonu sinnar en hún er búin að biðja um það ansi lengi en einhvern veginn aldrei gengið upp. Í dag fórum við svo í hádegismat til Arnars og Sólveigar í Los Altos þar sem Anna lék sér í sólinni í buslulauginn með hinum krökkunum, en Sigga, Edda og Gummi og nýja fólkið á svæðinu, Hulda og Gulli mættu öll einnig með sín börn.