Helgin búin
[A quiet weekend is drawing to a close. Finnur went to hold Bjarki both days, but now around lunchtime. So far Bjarki’s still on the nasal cannula and the doc said that if he stays on the cannula (and nothing unexpected comes up), then he might be transferred “down” to the intermediate nursery this week, to join the ranks of the “feeders and growers”. So we’re crossing our fingers and hoping all goes well.
Not a lot happened this weekend really. Saturday brought Anna’s weekly swimming lesson and then we had Trudy and her son Kevin over for dinner. They brought over a ridiculously yummy Chocolate Zucchini Cake, i.e. a chocolate cake sprinkled with tiny green bits so that it could pretend to be healthy (“I’ve got fiber!!” 🙂 .
It was also quiet today. The biggest adventure was an afternoon party in a nearby park to say goodbye to Norah and family that are moving to the other coast. We’ll miss them! This is the second good friend of Anna’s to move far far away this summer, but so far she’s taken it quite matter-of-factly. I don’t think she quite understands what’s going on, and thinks that surely one day everyone will just show up!]
Róleg helgi að líða undir lok. Finnur fór á spítalann báða dagana til að halda á Bjarka Frey, en í þetta sinn í hádeginu svo kvöldin voru laus. Bjarki er ennþá með nefrörið og læknirinn sagði að ef ekkert óvænt kemur upp á og hann heldur áfram á nefrörinu, þá verði hann líklega færður niður á aðra deild þar sem börnin “borða og vaxa” bara. Svo við vonum að það gangi eftir!
Það gerðist ekki mikið um helgina. Á laugardaginn fór Anna Sólrún í sundkennsluna að vanda og svo komu Trudy og Kevin sonur hennar í mat um kvöldið. Þau komum með súkkulaði-súkkíní-köku, eða öllu heldur súkkulaðiköku með örlitlum grænum bitum svo maður gat logið því að sér að kakan væri “holl”. 🙂
Dagurinn í dag var líka rólegur. Við fórum reyndar í garðpartý eftir lúr til að kveðja Noruh og fjölskyldu hennar sem er að flytja yfir á hina ströndina. Þar með er önnur góðvinkona Önnu Sólrúnar farin á brott, en hún hefur tekið því með stóískri ró. Ég er ekkert allt of viss um að hún skilji alveg að hún eigi líklega aldrei eftir að hitta vinkonur sínar aftur, hana vantar líklega ár eða meira í þroska fyrir svoleiðis pælingar.
Mjólkurrörið núna í gegnum munninn en ekki nefið.
[The feeding tube is now through his mouth and not his nose.]
Kominn aftur í rúmið. [Back in bed.]
Hann mældist 1765 g í morgun. [He was 1765 g this morning.]