Fimm vikna
[Bjarki is five weeks old today. Time is actually passing fairly quickly! I stayed home with my “something’s bothering my throat and possibly lungs”-issue but managed to post a few of our pictures from May. According to the nurses Bjarki is doing ok, he’s tolerating his feeds of 5 mL and at midnight they’ll increase it to 7 mL. They were worried about his tendency to dip down in blood oxygen saturation and increased his CPAP setting from 5 to 6 to see if that will help. I think it’s just “what he does” when he’s pooping or hungry or has just been fed (reflux?). I just hope he doesn’t catch whatever it is that we have. That could be bad.]
Bjarki er fimm vikna í dag. Merkilegt hvað tíminn líður alltaf! Ég var bara heima í dag með mitt “eitthvað í hálsinum og mögulega í lungunum líka”-dæmi, en náði amk að gera smá skurk í myndabirtingum. Samkvæmt hjúkkunum þá hefur Bjarki það ok, hann virðist þola mjólkurdropana ágætlega og ætti að hækka úr 5 mL í 7 mL núna á miðnætti. Eitthvað voru þeir að hafa áhyggjur af því að hann missir öðru hvoru niður blóðsúrefnismettunina og hækkuðu nefpústið úr 5 í 6 til að sjá hvort það hjálpi. Ég held að þetta sé bara “það sem hann gerir” þegar hann er að reyna að kúka, er svangur eða nýbúinn að fá að borða (bakflæði?). Ég bara vona að hann fái ekki það sem er að ganga á þessu heimili. Það gæti orðið slæmt.