Bjarki 6 vikna
[Bjarki Freyr is 6 weeks old today, or 32 weeks or minus 8 weeks, all depending on your point of view. The main medical news of the day were that a) they took him off of caffeine, mostly because the cardiologists weren’t thrilled about him being on it, and also because he’s getting pretty good about remembering to breathe, and b) he got on the nasal cannula again (oxygen but no pressure) because his nose was looking pretty bad after all the CPAP. So far he’s hanging in on the cannula and we’ll just have to wait and see how long he makes it this time! His previous cannula stint lasted for about 24 hours.
I stayed in bed pretty much all morning, right next to the humidifier Sarah insisted on lending me, with a hot pack on my chest. I’m still coughing and not feeling really any better than last Monday, so tomorrow morning I’m going to see a doctor about getting antibiotics. At 2:45pm I made my way to Packard for the refreshments before Sina’s defense. I skipped the talk itself since I would have coughed the entire time, but had a long chat session outside with Sarah and Ana instead.
This evening Finnur went to hold Bjarki, like he’s done all week. Bjarki is now big enough (about 1730g or 3 lbs 13 ounces) that he doesn’t have to be held on the chest for warmth; instead he was bundled up in a blanked and Finnur could look at him better. There are some pictures below.]
Bjarki Freyr er 6 vikna gamall í dag, eða 32 vikna eða mínus 8 vikna, eftir því hvernig litið er á málið. Í spítalafréttum er það helst að a) hann var tekinn af kaffíninu því að hjartalæknunum var ekkert vel við að hann væri á því, plús það að hann er orðinn nokkuð góður að muna eftir að anda og b) hann var tekinn af nefpústinu og settur á nefrör (enginn þrýstingur) í staðinn því að nefið á honum var orðið illa farið eftir allt nefpústið. Hann var ennþá með nefrörið í kvöld, og við verðum bara að bíða og sjá hvað hann hangir lengi á því. Síðast voru það u.þ.b. 24 tímar.
Ég lá í rúminu meira og minna í allan morgun, við hliðina á rakatækinu sem Sarah heimtaði að lána mér, og með hitapoka á brjóstkassanum. Ég er ennþá hóstandi og í raun ekkert mikið betri en síðasta mánudag, þannig að ég pantaði tíma hjá lækni á morgun og ætla að sjá hvort hann vilji láta mig fá sýklalyf. Eftir hádegi fór ég í skólann til að borða for-varnar-veitingar hjá Sina, en sleppti því að hlusta á fyrirlesturinn sjálfan því ég hefði hóstað allan tímann. Í staðinn rabbaði ég lengi vel við Söruh og Önu fyrir utan skólann í blíðviðrinu.
Finnur fór upp á spítala í kvöld til að halda á Bjarka, eins og öll önnur kvöld í vikunni. Bjarki er orðinn það stór (1730 g) að það þarf ekki endilega að hafa hann á bringunni til að halda á honum hita. Í staðinn var honum vafið inn í teppi og Finnur gat haldið á honum venjulega. Sjá myndir frá því í kvöld hér að neðan.
Vakandi [Awake]
Hann er ennþá svo lítill! [He still so small!]
Kominn aftur í rúmið að haldi loknu. [Back in bed after the holding session]