Annasamir dagar
[The last three days with our houseguests have been busy: On Thursday I took Einar, Steinunn and Anna to San Francisco to look at the Golden Gate, drive them down steep hills with Anna in the back seat laughing all the way down, visit Pier 39 (with Anna fascinated over the sealions) and then to the Exploratorium where we all completely lost track of time.
Yesterday we went to Santa Crusz Boardwalk, where we spent the day in the “rides” and then relaxed on the beach. Today Anna had her swimming lessons while Steinunn and Einar walked around University Avenue and Hrefna spent the day with Bjarki, like usual. After swimming we did some shopping at Fry’s and after Anna’s afternoon nap we all visited Bjarki at the hospital, where Steinunn and Einar saw him for the first time (as well as being Anna’s first time after her low grade illness). Einar then cooked delicious stuffed chicken breasts with Jalapeno sauce and later we played some Pinocle.
The comment of the day came from Anna at Fry’s today after we finished our sandwiches at Fry’s:
Anna: Daddy, do you have a lot of money on you?
Finnur: Huh, why?
Anna: Daddy, do you have a lot of money on you?
Finnur: I don’t know – Maybe, why?
Anna: Daddy, do you have a lot of money on you?
Finnur: Maybe, why do you ask? (this continued for a while until finally…)
Anna: Do you have a lot of money on you? (clearly not accepting anything but a yes reply)
Finnur: Yes, I have enough money on me – why?
Anna: My tummy is still hungry – it would like some icecream 🙂
At this point I recalled that at some point many weeks ago I had made up an excuse of not having enough money in my wallet to buy icecream. She clearly remembered and was not about to be fooled again! 🙂 ]
Það hefur verið nóg að gera undanfarna þrjá daga með gestunum: Á fimmtudaginn fórum við Einar, Steinunn og Anna Sólrún til San Francisco; skoðuðum Golden Gate, keyrðum niður brattar brekkur með Önnu Sólrúnu skellihlægjandi stórkallalega í aftursætinu, kíktu á Pier 39 (með Önnu Sólrúnu dolfallna yfir sæljónunum) og síðan í Exploratorium þar sem fólkið gleymdi sér yfir öllu sem þar var að sjá.
Í gær fórum við svo til Santa Cruz Boardwalk þar sem við eyddum deginum í tækjunum og sóluðum okkur síðan á ströndinni. Í dag fór Anna Sólrún svo í sund á meðan Einar og Steinunn spókuðu sig á University Avenue og Hrefna var uppi á spítala hjá Bjarka Frey eins og fyrri daginn. Eftir laugina fórum við í innkaupaleiðangur í Fry’s og eftir síðdegislúr Önnu fórum við svo öll á spítalann til Bjarka Freys, þar sem Steina og Einar sáu hann í fyrsta skiptið (og Anna í fyrsta skiptið í langan tíma eftir kvefpestir). Um kvöldið eldaði Einar ljúffengar fylltar kjúklingabringur með Jalapeno sósu og svo var svo gripið í spil (Pinocle).
Gullkorn dagsins frá Önnu kom þegar við vorum í Fry’s, eftir að við höfðum borðað samlokurnar okkar:
Anna: Pabbi, áttu mikinn pening?
Finnur: Ha, af hverju?
Anna: Pabbi, áttu mikinn pening?
Finnur: Kannski, af hverju?
Anna: Pabbi, áttu mikinn pening?
Finnur: Mögulega – af hverju viltu vita það? (svona gekk þetta um sinn, þangað til…)
Anna: Áttu mikinn pening? (tók greininlega ekki annað en já fyrir svar)
Finnur: Já, ég er með nógan pening, af hverju?
Anna: Maginn minn er ennþá svangur – hann langar í ís 🙂
Þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði einhvern tímann skáldað upp þá afsökun að ég væri ekki með nógu mikinn pening í veskinu til að kaupa ís. Hún greinilega mundi það og ætlaði ekki að láta pabba sinn plata sig aftur. 🙂
Fimmtudagur: Fyrsta stopp, Golden Gate
[Thursday: First stop, Golden Gate]
Öll saman að horfa á brúna
[The whole group, looking at the bridge]
Anna að blása sápukúlur í Exploratorium
[Anna blowing bubbles in the Exploratorium]
Föstudagur: Steina og Anna að hlaupa undan öldunum í Santa Cruz
[Friday: Steinunn and Anna running away from the waves at the Santa Cruz beach]
Santa Cruz Boardwalk
Laugardagur/Saturday: Hrefna & Bjarki Freyr
Dolfallinn yfir mömmu sinni
[Dumbounded, looking at mom]
Fyrsta heimsókn Steinu
[Steinunn’s first visit]
Pabbi fékk líka að halda og Anna að segja hæ
[Daddy also got to hold and Anna to say hi]