Viku gamall
[Bjarki Freyr is one week old today, or 27 week old, depending on how you look at it. They took pictures of his heart and his brain this morning and the hole in his heart has closed (wee!) and there is no evidence of any bleeding on the brain (weee!). If anyone is wondering about the hole in his heart: all children have this hole early on in the womb, but it apparently closes automatically shortly after full term birth.
Bjarki is anemic, however, because the doctors keep drawing a little blood to check the condition. Premies don’t make their own blood, at least not initially, so Bjarki got his first transfusion today and more will likely follow. He also pooped for the first time last night, and since the hole in his heart has closed they decided to give him milk again – 3 ml every 6 hours to start with.
This was a rather busy day though. We went to the hospital around noon and met the developmental expert who spoke about what to expect with Bjarki. Finnur then went to sign the birth certificates so now Bjarki Freyr and Reynir Hugi formally have names. We sat with Bjarki for a good while but then went home and picked up grandma Anna and went shopping. I tried to buy a fashionable-breastfeeding-bra, but found out the store doesn’t carry them big enough! I’ll try another store tomorrow.
I have not mentioned it so far, but the milk production is in full swing and actually so hyperactive that the storage we have allocated at the hospital is about to fill up! It looks like we might have to buy our own freezer or possibly donate the milk. Maybe this is just the beginning-madness, so maybe it will calm down a bit.]
Litli Bjarki Freyr er eins viku gamall í dag, eða 27 vikna, eftir því hvernig á það er litið. Það voru teknar myndir af hjartanu og heilanum í morgun og gatið í hjartanu hefur víst lokast (víí!) og engin merki um blæðingu á heila (vííí!). Ef einhver skyldi hafa verið að velta þessu hjartagati fyrir sér, þá eru öll börn með svona gat í móðurkviði en það lokast víst sjálfkrafa fljótlega eftir fullbura fæðingu.
Bjarki var hins vegar orðinn blóðlítill, því læknarnir eru alltaf að taka smá blóð til að athuga ástandið. Fyrirburar búa hins vegar ekki til sitt eigið blóð, amk ekki fyrst um sinn, svo Bjarki fékk því sína fyrstu blóðgjöf í dag og ekki ólíklegt að hann fái meira seinna. Á móti kemur að fyrsti kúkurinn kom í síðustu nótt, og þar sem hjartagatið er lokað þá var ákveðið að byrja að gefa honum mjólk aftur. Hann fær heila 3 mL á 6 tíma fresti til að byrja með.
Annars var þetta nokkuð annasamur dagur. Við fórum upp á spítala um hádegisbilið og hittum þroska-sérfræðing sem talaði við okkur um við hverju við mættum búast. Finnur fór síðan og skrifaði undir fæðingarvottorðin svo nú er búið að festa nöfnin þeirra Bjarka Freys og Reynis Huga. Við sátum hjá Bjarka dágóða stund, en fórum svo heim og náðum í Önnu eldri og fórum í smá búðir. Ég reyndi að kaupa mér hátísku-brjóstagjafahaldara en það kom í ljós að ég er bara alltof stór fyrir svoleiðis! Ég ætla að reyna aðra búð á morgun.
Ég hef nú kannski ekki minnst á það mikið svo sem, en mjólkurframleiðsla er komin á fullt og eiginlega svo mikið fullt að geymsluplássið sem okkur er úthlutað á spítalanum er við það að fyllast! Við sjáum fram á að þurfa að kaupa okkur frysti og ef í hart fer, þá að gefa mjólkina. En kannski er þetta bara byrjunar-brjálæði og hver veit nema þetta róist.