Smá hvíld
[Bjarki got tired of breathing so much on his own last night, and around 3 am they put him back on the CPAP. I’d actually called the NICU before going to bed and the first thing the poor nurse, that had just taken him on a couple of hours earlier, said was “I don’t think he likes me!” Apparently he started having a lot of “Bradys” and “de-sats” (both bad) around midnight, so I went to bed thinking he’d end up on a ventilator. But alas, the docs decided a ventilator was a little too extreme (i.e. he wasn’t that sick), so back to CPAP it was.
I went to see him at lunchtime today, and as I walked in, they were just putting the finishing touches on a second IV to give him some blood. Now, seeing my little boy with IVs in both hands kinda pushed me over the edge and I spent the rest of the day rather depressed on his behalf. Maybe it was just because I was a little low on sleep and food, but it didn’t help that my IV-experience in the hospital probably scarred me for life.
So before I forget: A few things to know if you have crappy veins. 1) The correct way to tell hospital people that you’ve got crappy veins is to say you’re a “hard stick”. 2) Where I was, the anesthesiologists were the best ones at putting in IVs. 3) If you’re not at risk of needing blood (i.e. you’re just getting medicine or fluids), you don’t need the regular sized IV needles (the green ones) and you can request the kid-sized needles (blue!). Your life will be so much more comfortable! 4) Request that they run the medicine in slowly, it’ll extend the life of your IV.
So anyway, back to Bjarki. He’s mostly been resting today and this evening they took out the first IV since it had started “leaking” (charming). He’ll stay on antibiotics for a week, and off of food for most of the week. The doctor was impressed though that he’d hung on to the nasal cannula for 24 hours while being “sick” and hoped that means he’ll manage a longer cannula stretch in a few days after he’s rested a bit and hopefully gotten over his infection.
Meanwhile, Finnur took Anna to a birthday party this morning and then had a quiet afternoon as she and I snoozed. We gave him a few small birthday presents (Anna was so excited!) before going out to dinner. Finnur then put Anna to bed before going to see Bjarki who apparently just slept. Good for him! Anna wasn’t too keen on falling asleep in her “new” room, but finally dozed off after Finnur came home and stayed with her for a bit. And that’s about it for now. Good night!]
Bjarki var orðinn verulega þreyttur á að anda alveg sjálfur í gærkvöldi og um miðja nótt settu þeir hann aftur á nefpústið. Ég hringdi einmitt á vökudeildina áður en ég fór að sofa og það fyrsta sem hjúkkan (sem hafði tekið við honum tveimur tímum áður) sagði var “Ég held honum líki ekki við mig!” Þá var hann sem sagt farinn að “Breidía” og “Dí-satta” (hvorugt gott) svo ég fór að sofa nokkuð viss um að hann yrði fljótlega settur á öndunarvél. En þegar til kom þá fannst læknunum hann ekki vera það veikur og settu hann aftur á nefpústið í staðinn.
Ég hjólaði (í fyrsta sinn!) upp á spítala í hádeginu í dag og gekk inn akkúrat þegar þær voru að klára að ganga frá æðalegg númer tvö (fyrir blóðgjöf)! Ég verð að viðurkenna að það þyrmdi nú eiginlega yfir mig að sjá drenginn með æðaleggi í báðu handleggjum og var hálf þunglynd fyrir hans hönd það sem eftir lifði dags. Kannski var ég bara aðeins of svefn- og matarlaus, en æðaleggja-dramað mitt á spítalanum hjálpaði ekki upp á.
Þannig að, nokkrir hlutir sem ég lærði á spítalanum varðandi æðaleggi. a) Svæfingarlæknarnir eru bestir að setja upp æðaleggi. b) Ef maður á ekki von á blóðgjöf, heldur bara lyfjum og vökva, þá er hægt að biðja um barnastærð af nálum. Það er bæði auðveldara að koma þeim fyrir og svo eru þær þægilegri því þær eru minni. c) Það er hægt að biðja um að fá lyfin hægt inn um æðalegginn. Hann endist lengur þannig.
Ok, aftur að Bjarka. Hann hefur víst hvílst ágætlega í dag og í kvöld var fyrri æðaleggurinn fjarlægður því hann var hættur að virka. Hann verður á sýklalyfjum í viku, og án mjólkur meiripart vikunnar. En læknirinn var ánægður með að hann skyldi ná 24 tímum á nefrörinu þó hann væri “veikur” og var að vonast til að hann myndi endast lengur eftir smá hvíld og þegar hann væri kominn yfir sýkinguna.
Af öðrum fjölskyldumeðlimum er það að frétta að Finnur fór með Önnu Sólrúnu í afmælisveislu í morgun. Við mæðgur hvíldum okkur svo eftir hádegi. Finnur fékk nokkrar afmælisgjafir frá okkur eftir lúrinn (Anna Sólrún var ekkert smá spennt!) og síðan fórum við út að borða. Finnur “svæfði” svo Önnu áður en hann fór á spítalann þar sem Bjarki svaf víst bara. Anna Sólrún var hins vegar ekkert á því að sofna fyrr en pabbi kom aftur og var smá stund hjá henni. Og þar með er það upptalið! Góða nótt!