Orkulaus
[Short blog, am about to collapse into bed. Visited Bjarki Freyr around lunchtime today, and he was still on the CPAP (not ventilator). Got to change his diaper and took his temperature before the nurse got him comfortable in another position. Held his hand while he calmed down. We noticed that he’s started getting tiny “racing-heart” episodes, each one lasting a second or two. The cardiologist recommended upping his heart-medicine doseage and hopefully that will help. I came home three hours later and collapsed into bed. So no haircut today. Was fairly lively around dinner time, and performed the entire “going to bed” routine with Anna for the first time in over a month. But now I’m totally out of energy, and have nothing left to do tonight but blog and then pump.]
Stutt blogg, er alveg að leka niður. Heimsótti Bjarka Frey í hádeginu og hann var ennþá á neföndun. Skipti á bleiu á honum og mældi hitann áður en hjúkkan kom honum fyrir í nýrri stöðu. Hélt í höndina á honum á meðan hann kom sér í ró. Við tókum eftir að hann er farinn að fá svona “hrað-hjartslátt” aftur, en hvert skipti stendur í 1-2 sekúndur og lagast svo. Hjartalæknirinn ákvað að auka skammtinn af hjartalyfinu og vonandi dugar það. Ég var örmagna þegar ég kom heim aftur þremur tímum síðar og sofnaði. Það varð því ekkert af klippingu. Var sæmilega spræk um kvöldmatarleytið og tók Önnu Sólrúnu í gegnum alla svefnrútínuna frá A til Ö sem hefur ekki gerst í rúman mánuð. Nú er hins vegar öll orka úr mér og ég búin að öllu nema blogginu og mjólkurpumpi fyrir nóttina.
Anna eldri fór í göngutúr um kampus í dag og skráði daginn á blogginu sínu.