Opin augu
[Bjarki has started opening both his eyes. He took a peek at us today, but he obviously doesn’t have much control over his eyeballs and we don’t know if he can actually see very much at all. He’s been pretty stable so far, except that his bloodpressure was low enough that they decided to give him a second blood transfusion tonight. His blood-oxygen level also tends to take an occasional dip, but that could be because of a bad ventilator hose placement. They also confirmed that the “PDA”, i.e. hole in the heart, is still closed, and they upped the frequency of his milk intake.
This morning Finnur and I went to a funeral home and set up a cremation for Reynir Hugi. It went fairly smoothly, the lady that talked to us was very nice and helpful. She brought in a few catalouges with urns, and we piced one made out of light wood. We can expect to pick up the urn in a week or so.]
Bjarki litli er farinn að opna bæði augun. Hann kíkti á okkur í dag en það er greinilegt að hann hefur litla stjórn á þeim og hver veit hvort hann sjái mikið. Hann var víst annars nokkuð stöðugur í dag, fyrir utan að blóðþrýstingurinn er það lágur að þeir ætluðu að gefa honum aðeins meira blóð í kvöld. Hann á það víst til að missa niður blóð-súrefnismettun, en það gæti verið vegna þess að öndunarslangan sé ekki alveg rétt staðsett. Þeir staðfestu að hjartagatið er ennþá lokað og síðast þegar ég vissi ætluðu þeir að fjölga mjólkurgjöfunum.
Í morgun fórum við Finnur á útfararskrifstofu og gengum frá bálför Reynis Huga. Það gekk tiltölulega vel fyrir sig, konan sem talaði við okkur var mjög almennileg og liðleg. Hún náði í marga bæklinga til að sýna okkur hvaða duftker væru í boði fyrir ungabörn og að lokum völdum við eitt úr ljósum við. Við megum búast við því að fá duftkerið í hendurnar eftir viku eða svo.