Meltingarkerfið?
[For English version of this blog read the translation above; it is mostly a recap of this with more details – except for the Google picnic that we attended; a summer festival in Shoreline Amphitheatre with free food and drinks, music, clowns, animals and circus equipment. We strolled around and had fun.]
Er að fara að sofa í “alvörunni” (ekki bara á sófanum) en hringdi fyrst upp á spítala. Það gæti verið að meltingarkerfið sé að valda Bjarka vandræðum, það er amk búið að stoppa mjólkurgjöf fram í fyrramálið. Hjúkkan tók eftir óvenjulegum kúk þegar ég var þar um níuleytið í kvöld og fann blóðagnir í honum. Svo þeir tóku röntgenmynd og sáu merki um bólgu. Maginn hans var líka fullur af lofti (neföndunardótið blæs líka lofti niður í magann) og það hjálpar ekki til við meltinguna. Hjúkkan sagði að þeir gætu endað á því að setja hann á öndunarvélina aftur bara til að losna við þetta blás-í-maga dót. Annars ræktaðist ekkert úr mænuvökvanum, sem er gott, og enn sem komið er hefur ekkert skotið upp kollinum í blóðsýnunum eða þvaginu. Hann heldur því áfram á sýklalyfjum.
Við fórum annars í dagslok í “pikknikk” hjá Google. Þetta var víst sumarhátíðin, með fullt af fríum mat, tónlist, trúðum og skemmtitækjum. Við röltum um og það var ágætt.