Laugardagur til leiks og íbúðarleitar
[Grandma Anna woke up at her usual time, 7am and took Anna Sólrún out to play so that us tired parents could sleep in. They hadn’t come back from the playground when we finally got up, so we used the opportunity to take a look at an apartment for rent nearby. The apartment turned out to not suit us; uncovered pool in the back yard (bad with two small kids), bedrooms too small – one even smelling like cat urine… So we just went back home.
After snacking a little we went out again; Hrefna to the hospital to meet (and to hold) Bjarki Freyr for an hour while the others went to the pool for Anna’s weekly swim lesson. We then met Hrefna at the hospital before heading home. Hrefna cooked scrambled eggs for everyone and then she and Anna took a nap. Anna came down after an hour nap, went directly for the couch and slept there (sitting) for one and a half more hours! She even slept through a visit from Ulfar, Lotta and little Freyja who came with a nice and hot lasagna which we ate for dinner later that day.
After dinner, grandma Anna babysat Anna Sólrún while the parents had a night out at the movies to see Ratatouie; first time at the movies in a long time. It was nice. 🙂
Before heading to bed, Hrefna pumped some milk and I called the NICU to seek news. Nothing much new; the nurse said he did well tonight, the apnea not afflicting him as much tonight as earlier in the day. He just had his feeding also and she said they would increase the milk amount in the morning if he seems to handle it well.]
Anna amma vaknaði á hefðbundnum tíma, klukkan 7 um morguninn og fór með Önnu Sólrúnu út að leika svo þreyttir foreldrar gætu sofið út. Þær voru ekki komnar inn af leikvellinum þegar við dröttuðumst á fætur þannig að við notuðum tækifærið og skruppum út til að skoða íbúð til leigu í nágrenninu. Íbúðin reyndist þegar til kom ekki henta, var með opna sundlaug í garðinum (ekki sniðugt með tvo litla grísi), of lítil svefnherbergi og meira að segja kattahlandslykt í öðru þeirra… Þannig að við héldum aftur heim á leið.
Eftir smá snarl héldum við út aftur; Hrefna á spítalann að hitta (og halda á) Bjarka Frey í um klukkutíma á meðan við hin fórum með Önnu Sólrúnu í sinn vikulega sundtíma. Við hittum svo Hrefnu á spítalanum, kíktum á grísinn og héldum svo heim á leið. Hrefna eldaði eggjahræru ofan í mannskapinn og svo lögðu þær mæðgur sig. Anna kom svo niður eftir um klukkutíma svefn, settist beint í sófann og svaf þar (sitjandi) í um einn og hálfan tíma í viðbót! Svaf meira að segja af sér heimsókn frá Lottu, Úlfari og Freyju litlu sem komu færandi með heitt og ljúffengt lasagne sem við borðuðum í kvöldmat síðar um daginn.
Eftir kvöldmat passaði Anna barnabarnið á meðan foreldrarnir slógu þessu upp í kæruleysi og fóru í bíó að sjá Ratatouie; fyrsta skipti í langan tíma sem við höfum farið í bíó. Myndin var alveg ágæt. 🙂
Áður en haldið var í háttinn fór Hrefna í það að pumpa mjólk og ég hringdi á meðan upp á vökudeild að leita frétta. Ekkert mikið að gerast svo sem, hjúkkan sagði að hann hefði staðið sig ágætlega í kvöld, og hafði gleymt minna að anda um kvöldið en fyrr um daginn. Hann var nýbúinn að borða og hún sagði að hún ætlaði að auka matarskammtinn ef þetta rynni ljúflega niður án vandkvæða.