Kominn úr lungnavélinni
[Hrefna and I walked over to the NICU today and Bjarki Freyr had his UV lights on (for the jaundice)]
Við Hrefna kíktum yfir á vökudeildina áðan og Bjarki Freyr var enn á ljósbekknum í meðferð við gulu.
[When we showed up we got a pleasant surprise. Hrefna was allowed to hold him for half an hour. They estimated he was strong enough to try weaning him off the ventilator and try the CPAP – a hose in his nose providing pressure to the lungs so he can breath more easily on his own. We jumped on the opportunity and Hrefna got to hold him while I took some pictures.]
Þegar við mættum fengum við þær óvæntu fréttir að Hrefna mætti halda á honum í um hálftíma. Þeir mátu það sem svo að hann væri orðinn nógu sterkur til að hægt væri að prófa að taka hann af lungnavélinni og setja í staðinn slöngu upp í nefið (til að viðhalda þrýstinginum svo hann geti andað sjálfur). Því var tækifærið notað og Hrefna fékk að halda á honum á meðan ég tók myndir.
[Excuse me! Trying to sleep here. Stop moving my hoses!]
Halló! Ég er að reyna að sofa hérna. Hættið að fikta í slöngunum mínum!
[Tiiiiny. And yes, the name is misspelled on all but one 🙂]
Pínkulítill. Það er með undantekningum ef spítölum hér tekst að stafa nöfn rétt 🙂
[In mommy’s arms]
Kominn í fangið á mömmu
[And seems to like it (yawning)]
Og virðist líka það vel (geispar)
[He even managed to open one eye a little, although I never caught it on camera]
Honum tókst meira að segja að opna annað augað en það náðist ekki á “filmu” 🙂
[When Hrefna had held him for half an hour we handed him to the nurses who started unplugging the ventilator and putting the hose up his nose. We got to watch and take pictures.]
Þegar Hrefna hafði fengið að halda á honum í hálftíma réttum við hjúkkunum hann og þær tóku til við að aftengja lungnavélina og setja slönguna upp í nefið og við fengum að fylgjast með og taka myndir.
[I got to help try to calm him down, which at this point is basically just resting my hand on his head/hands]
Ég fékk það hlutverk að reyna að róa hann niður, sem felst í því að leggja höndina yfir höfuðið eða hendurnar 🙂
[Naturally, Bjarki Freyr was not happy with this and his face for a while looked like he was crying out although he made no sound and no tears came (hasn’t learned that trick yet). But, it was difficult for us to watch, especially the mother – even though this was a positive development and a joyous occasion for the little guy]
Bjarki Freyr var náttúrulega ekki glaður með þetta og andlitið leit um tíma út eins og hann væri hágrátandi þó að ekkert heyrðist og engin tár kæmu (ekki búinn að læra að gráta ennþá). Það var því erfitt fyrir foreldrana og sérstaklega móðurhjartað að horfa upp á þetta, þó að þetta væri mikil framför og gleðilegt skref fyrir svona lítinn gutta.
[Concerned mother]
Meyrt er móðurhjartað
[After this he was flipped on his stomach, and he calmed down. When I came back a a little later he was still sleeping gently and nothing eventful had occurred. They did tell us that they expect the premies to go back and forth on the ventilator as they tire out, so we should not be disappointed if he goes back on it. The treatment for the hole in the heart is going well too; the hole is almost gone and they expect it to have disappeared by the time the next dose of medication works its course.]
Honum var svo snúið á magann og róaðist við það. Þegar ég kom aftur stuttu síðar virtist hann sofa vært og ekkert hafði komið upp á. Þau sögðust reyndar búast við því að hann fari aftur á öndunarvélina, það væri yfirleitt raunin með fyrirburana þegar þeir þreytast á því að anda svona mikið. Lyfjameðferðin við gatinu í hjartanu virkar líka vel; gatið er næstum því horfið og verður einn skammtur reyndur í viðbót og þeir búast við að þar með lokist gatið alveg.
[In other news, my mother (Anna) is flying out Wednesday night and staying with us for three weeks. We are very much looking forward to that. And finally, a comment Anna Sólrún made the other day when I was reading a book. “Daddy, close your eyes”. (I complied). She then reaches over and gently kisses each eyelid, and tells me: “daddy, your eyes are so ‘kissy'” 🙂]
Og í öðrum fréttum er það að mamma mín er á leiðinni; ætlar að lenda aðfararnótt miðvikudags og vera hjá okkur í þrjár vikur. Hlökkum mikið til að fá hana. Og í lokin er hér gullkorn frá Önnu Sólrúnu. Ég var að lesa fyrir hana bók fyrir háttinn þegar hún segir allt í einu: “pabbi, lokaðu augunum!”. Ég loka augunum og hún smellir varlega kossi á sitt hvort augnlokið og segir: “pabbi, augun þín eru svo ‘kyssuleg'” 🙂