Jæja, þá byrjar ballið…
[Got a call this morning from the NICU that some labwork that they’d sent in this morning had come back indicating that Bjarki’s starting to fight an infection. Apparently he had a rough night, with lots of apnea spells which can be an infection indicator. I’m told he still looks good though, but just as a precaution they’re giving him a “complete sepsis workup” – hooking up an antibiotic IV, doing a lumbar puncture, sending off blood and urine for culture, etc…
On the plus side he’s still tolerating his huge milk feed, 27 mL every 3 hours, but the nurse practitioner warned me that at the first sign of tummy trouble he’d be taken off that. Yesterday I had a conversation with them over that fact that he’s not been gaining much weight, and they were going to fortify his milk (then at 25 mL every 3 hours, the maximum for his weight) but I must have grimaced and asked a lot of “what’s that going to do” and “can’t you just give him more milk?” questions, since they decided to up his fluids and reevaluate on Monday. But that was before “el infection”.
But I must admit feeling “listened to” since I’ve tried to relay the message that his big sister is a “very good eater” and in the “95th percentile for her height” so if they’ve got the same genes, he’ll probably be above average in his food intake.
Also yesterday: Anna’s play. This time she was one of the hoard of rabbits in the production of Rabbit Stew. There were also veggies and three dogs. It all went really well, and was really well attended. I guess our little girl is growing up! 🙂]
Þeir hringdu af vökudeildinni í morgun og sögðu að blóðsýnin sem þeir sendu inn í morgun sýndu að Bjarki er kominn með sýkingu. Hann átti erfiða nótt, gleymdi oft að anda sem getur verið merki um sýkingu. Mér er sagt að hann líti samt vel út, en til öryggis ætla þeir að setja alls konar prófanir í gang – setja upp æðalegg, mænustungu, senda blóð og þvagsýni í rannsókn, o.fl. o.fl.
Hann þolir þó mjólkurskammtinn vel, 27 ml á 3 klst fresti, en hjúkkan varaði mig við að han myndi hann vera tekinn af brjóstamjólkinni við fyrstu merki um magavandræði. Í gær átti ég samtal við þau um það að hann þyngdist ekki (síðustu tvo daga eða svo) og þau ætluðu að bæta (formúlu?) í mjólkina. Hann var þá á 25 ml á 3 klst fresti, sem er það mesta sem hann mátti fá miðað við aldur/þyngd en ég hlýt að hafa grett mig of mikið og spurt of margra spurninga (“hvað gerir það honum?” og “getið þið ekki bara gefið honum meiri mjólk”) því þau ákváðu í staðinn að auka við mjólkina og meta ástandið aftur á mánudaginn. Það var þó áður en kom í ljós að hann væri með sýkingu.
En það er ekki laust við að mér finnist þau hlusti á mig, því ég reyndi að segja þeim að stóra systir hans hefði alltaf verið mjög dugleg að borða og verið í 95% mörkunum á vaxtar-línuritinu þannig að ef þau eru með sömu gen ætti hann að vera yfir meðallagi í mjólkurdrykkju.
Og já, í gær: Leikrit í leikskólanum hennar Önnu. Í þetta skiptið var hún partur af flokki kanína í leikritinu um Kanínukássuna. Sumir krakkarnir léku grænmeti (gulrætur og sellerí) og þrír krakkar léku hunda. Leikritið gekk mjög vel og var góð mæting hjá foreldrunum. Litla stelpan okkar er sífellt að stækka og þroskast. 🙂