Húð-á-húð
[At lunchtime today, we all went to the hospital where I got to hold Bjarki Freyr “skin-to-skin”. Yesterday I’d gotten a tank top specially designed for just such a task, and it came in quite handy. It was fun to hold the tiny guy, but also a little stressful because it’s quite a big undertaking. He’s still hooked up to a ventilator, not to mention a thousand wires and hoses, but the nurses made it work and we hung out for about half an hour. The plan is to see if we can do it again tomorrow, but then Anna’ll be in daycare and Finnur at work so there’ll be a smaller audience.
Anna Sólrún did pretty well at the hospital today, although she started abandoning her grandma in their walks about the hallways. But she found her way back each time. She wasn’t all that happy about the “no-touchy” rule, we’re trying to wait until he’s a little bigger, but she did her best to obey, although you could sense the tension in her little body.
Today I also officially overfilled my milk-storage space at the hospital, so it was time to really start working on getting a freezer. We tried buying one online that we could pick up at a nearby store, but when push came to shove, it didn’t work out. I therefore looked at Craigslist, and found one in Palo Alto that would work. The owner emailed back soon there after and turned out to live on campus, very close to us! So we now have a freezer, and I can stop worrying about that stuff for a while.
The latest I heard of Bjarki Freyr (I called the nurse an hour ago) was that he was having trouble getting comfortable, and that she was going to give him a sponge bath, change his linen and try to get him settled. Today they picked up a “murmur” in his heart, and if it persists until tomorrow, they might do another echo-cardiogram to see if the hole’s returned in his heart. The nurse told me though that it could just be something harmless. We’ll just have to wait and see…]
Í hádeginu í dag fórum við öll sömul á spítalann og ég fékk að halda á Bjarka Frey “húð á húð”, eða “skin-to-skin” eins og þeir kalla það. Í gær hafði ég einmitt keypt svona bol sérhannaðan til að halda á ungabörnum á bringunni og hann kom sér ágætlega í dag. Það var gaman að halda á litla manni, en á sama tíma svoldið stressandi því að þetta er mikil framkvæmd. Hann er auðvitað ennþá á öndunarvélinni og svo tengdur við ótal snúrur en þetta hafðist að mestu leyti og við tsjilluðum í örugglega hálftíma. Planið er að endurtaka leikinn á morgun, en þá verður Anna Sólrún á leikskóla og Finnur byrjaður í vinnunni og því færri áhorfendur.
Anna Sólrún stóð sig annars vel á spítalanum, en varð óþolinmóð undir rest og stakk ömmu sína ítrekað af á göngutúrum um gangana. Hún rataði samt alltaf á réttan stað á endanum. Hún var ekki alveg sátt við að mega ekki snerta litla bróðir, við erum að reyna að bíða aðeins með það þar til hann verður stærri. En hún gerði sitt besta til að flækjast ekki í snúrunum þrátt fyrir að eiga greinilega svoldið erfitt með sig, enda spenna í loftinu.
Í dag yfirfyllti ég svo mjólkur-geymsluplássið mitt á spítalanum og því ekki seinna vænna að kaupa sér frysti! Við reyndum að kaupa frysti á netinu sem við gætum náð í samdægurs í búð í nágrenninu, en það gekk ekki eftir þegar á reyndi. Ég kíkti því á Craigslist og fann þar einn frysti sem kom til greina. Eigandinn hafði fljótlega samband og reyndist búa hérna á kampus! Við erum því komin með frysti sem minnkar mjólkuráhyggjurnar í bili.
Af Bjarka Frey eru nýjustu fréttir annars að hann var eitthvað órólegur núna í kvöld og hjúkkan ætlaði að reyna að “baða” hann, það er strjúka af honum, og skipta á öllu rúminu og reyna síðan að koma honum í ró. Það heyrðist víst eitthvað “murmur” úr hjartanu í dag og ef það heldur áfram á morgun verður væntanlega tekin önnur mynd af hjartanu til að athuga með hjartagatið, en hún sagði að þetta gæti líka verið eitthvað meinlaust. Við sjáum hvað setur.