Dagur 4: Enn og aftur nýtt herbergi og nýtt númer
[Everything holding steady here. I am now at the hospital with Hrefna; Anna is having a playdate with Nate – her ex-classmate at the daycare. The nurses have yet again moved Hrefna to a new room, this time she is in a private room on the post-partum ward (as opposed to the ante-partum) and the phone is the same, except that now it ends in 41. 🙂 Bjarki Freyr is doing well at the NICU and is stable as before. He is still using the UV lamps and sporting the sunglasses (for the jaundice treatment) but this is probably the last day for that. Tomorrow he’ll have pictures taken of his heart and they are going to consider removing the ventilator if the pictures look good. They have, though, reduced the rate of the ventilator even further, down do 22 beats per minute and the oxygen saturation is down to atmosphere percentage or 21% so things are still moving in the right direction.
I took a peak before heading home last night (about 2:30am) and when I showed up the nurse was injecting breastmilk into his mouth with a tiny syringe. As far as I could tell he seemed to like it and I even thought I detected an occasional smile in between drops. As for Hrefna, she has been diagnosed with an infection in the blood, which requires antibiotics for the next 10-14 days. We are not sure what this means regarding being discharged but she needs two full days without fever to be allowed home.]
Allt með kyrrum kjörum héðan. Er núna uppi á spítala hjá Hrefnu; Anna í pössun hjá Nate fyrrverandi bekkjarfélaga. Hjúkkurnar eru enn og aftur búnar að flytja Hrefnu yfir í nýtt herbergi, í þetta skiptið er hún í einkaherbergi á sængurkvennadeild og síminn sá sami og áður nema hvað nú endar hann á 41. 🙂 Bjarki Freyr hefur það ágætt á vökudeildinni og er stöðugur sem fyrr. Hann er enn á ljósabekknum með sólgleraugun (meðferðin við gulunni) en þetta er líklega síðasti gulu-dagurinn. Á morgun fer hann í hjartamyndatöku og þeir ætla að bíða með að aftengja lungnavélina þangað til þeir hafa staðfest að myndirnar af hjartanu líti vel út. Þeir eru þó búnir að minnka slögin enn frekar, niður í 22 á mínútu og súrefnismettunin í loftinu sem honum er gefin er komin niður í 21% sem er sú sama prósenta og í andrúmsloftinu þannig að þetta er allt á réttri leið eins og er.
Ég kíkti til hans í gærnótt áður en ég fór heim (ca. 2:30 um nótt) og þá var hjúkkan að sprauta brjóstamjólk upp í hann með pínkulítilli sprautu. Ég gat ekki séð nema honum líkaði það mjög vel og þóttist sjá brosviprur í munnvikinu öðru hverju. Læknarnir greindu sýkingu í blóði Hrefnu og verður á sýklalyfjum næstu 10-14 daga. Við erum ekki viss hvað þetta þýðir varðandi heimkomu þar sem hún þarf tvo daga án hita til að fá að fara heim.