Dagur 3: Anna Sólrún sér Bjarka Frey
[Day three is about to end and everything is fine with Bjarki Freyr. The nurses reduced the rate of the lung machine even further, down to 24 beats per minute and will try to see what happens if they take him off of it altogether tomorrow. He has had all three doses of the heart medication and hasn’t shown any adverse effects. They’ll take a picture of the heart on Monday to see how it went. He has also had his first breastmilk; starting slowly with 1 ml to begin with. I brought Anna Sólrún to look at Bjarki Freyr earlier today and she was a real trooper; sat still and just looked at him adoringly and was mostly concerned about how he would be able to find his way out of the incubator. 🙂 Hrefna is doing ok; still has a bit of a fever and is on anti-biotics but made it to the NICU late tonight.]
Þá er dagur þrjú senn á enda og enn allt í góðu hjá Bjarka Frey. Hjúkkurnar hafa enn minnkað slögin í lungnavélinni niður í 24 slög á mínútu og ætla að prófa að fjarlægja hana alveg á morgun. Hann er búinn að fá alla þrjá skammtana af lyfinu til að loka gatinu í hjartanu og hefur ekki brugðist illa við þeim. Þeir ætla að taka mynd af hjartanu á mánudag til að sjá hvernig gekk. Hann hefur líka fengið fyrstu brjóstamjólkina (þeir byrja rólega, 1 ml fyrst) til að prófa. Við Anna Sólrún kíktum á Bjarka Frey fyrr í dag og hún stóð sig vel, sat stillt og róleg og horfði hugfangin á hann; hafði mestar áhyggjur af því hvernig hann kæmist út úr hitakassanum. 🙂 Hrefna hefur það sæmilegt; er enn með hitavellu og á sýklalyfjum en komst yfir á vökudeildina seint í kvöld.