Andað ótt og títt
[Nothing new to report regarding Bjarki really. I went to see him this evening and he was awake, and looked annoyed with the big tube going into his mouth and down his throat. He’s still on the nasal cannula, but breathing quite rapidly. They might still put him on the ventilator if he gets too tired or doesn’t perform to their liking, but the CPAP is out for now. I’m told he’ll be on antibiotics for a week, and off of milk for at least two days if not more. They like to be veeery careful.
This morning, kinda out of the blue, I suggested to Anna that she’s big enough now to sleep in her own room, and asked if she was interested in that. She got all excited and tonight she did indeed fall asleep on the guest bed in the “toy room”. We’ll see how the night goes, and the following nights. Of course we should have booted her out of our bedroom eons ago (she usually falls asleep in our bed, but sleeps in her own little bed overnight), but the opportunity just never arose. So we’ll see how it goes. The important part is to do it now, totally unrelated to the eventual arrival (hopefully) of Bjarki.]
Ekkert nýtt að frétta af Bjarka svo sem. Ég fór til hans núna í kvöld og hann var vakandi og heldur órólegur, virtist óánægður með slönguna sem liggur í gegnum munninn ofan í maga. Hann er ennþá með nefslöngu og andar ótt og títt en súrefnismagnið í blóðinu er ágætt. Það gæti verið að hann endi á öndunarvél ef hann verður of þreyttur eða eitthvað, en nefpústið er víst út úr myndinni í augnablikinu. Hann verður með sýklalyf í æð næstu vikuna og matarlaus (fyrir utan næringu í æð) í amk tvo daga, ef ekki lengur. Þeir eru mjög varkárir með matarmál hérna…
Í morgun var ég svo að tala við Önnu Sólrúnu í dótaherberginu og sagði henni upp úr þurri að ef hún vildi, þá væri hún orðin nógu stór til að sofa í dótaherberginu. Hún tók vel í það og í kvöld sofnaði hún í stóra rúminu þar. Við sjáum hvernig gengur í nótt og svo næstu nætur. Við vorum ekkert að segja henni hvað gerist ef hún vaknar í nótt, erum eiginlega ekki búin að finna út úr því sjálf! Við hefðum auðvitað átt að koma henni út úr okkar herbergi fyrir löngu (sofnar í okkar rúmi, sefur í sínu eigin litla rúmi) en það bara gerðist ekki. En núna verður þetta að fara að gerast, og helst í sem minnstum tengslum við heimkomu Bjarka.
Anna Sólrún að lita á límmiða í morgun. Hún byrjaði á því að skrifa stafinn sinn (A) en þegar myndavélin mætti á svæðið var hún búin að krota vel og vandlega yfir skriftina og neitaði að endurtaka leikinn.
Bjarki Freyri í morgun með opin augu, nefrör og magasogs-slöngu.