2 klst í tveggja vikna
[Bjarki Freyr turns 2 weeks (or 28 weeks) old in 2 hours. He’s currently stable and still on the CPAP (not ventilator). He has a tendency to loose oxygen saturation and also to “Brady” (heart rate goes down below 100 or so) but that’s all pretty standard preemie stuff. When Anna Sr. and I arrived at the NICU today, the nurse taking care of him had found a small “jacket” for him to wear. Very cute.
Anna Sólrún is currently in the midst of food/cooking/restaurant-days at daycare, and brought home chocolate chip cookies for us to try. They were pretty good! Finnur and I then dipped our toes into the rental market again and went to look at a house in Collage Terrace. It turned out to be tiny yet super expensive, but the girl showing it said she already had quite a few applications. (Sigh).]
Bjarki Freyr verður tveggja vikna eftir tvær klukkustundir, eða öllu heldur 28 vikna. Við Anna eldri fórum að heimsækja hann í hádeginu og svo fórum við Finnur aftur núna í kvöld. Hann er ennþá með púst í nefið (ekki á öndunarvél) en átti víst erfiða nótt í gær, gleymdi að anda og fékk þó nokkur mörg “Brady”-köst sem þýðir að hjartslátturinn dettur ískyggilega niður og það þarf að “vekja” hann með því að strjúka á honum bakið. Það munaði víst minnstu að hann yrði settur á öndunarvélina í morgun en “blóðgösin” hans voru hins vegar svo góð það var ákveðið að sjá hvernig dagurinn yrði.
Ég veit ekki betur en að dagurinn hafi liðið stóráfallalaus hjá honum. Hjúkkan var svooo stolt af honum! Jú, hann missir niður súrefnismettun með reglulegu millibili og eitthvað var hann að “Brady-a”, en þess á milli er hann stöðugur. Allt eðlilegt fyrirbura-dæmi víst. Helst urðum við hissa að hann var kominn í lítinn “jakka” sem hjúkkan hafði fundið handa honum. Spítalinn fær víst send teppi og smábarnaföt frá öllum Bandaríkjunum og útdeilir því til fjölskyldnanna.
Annað sem kom á óvart var að hjúkkan sem var með hann í kvöld þekkir Jónínu, Eggert, Unni og Jakob sem bjuggu hérna á svæðinu fyrir nokkrum árum. Lííítill heimur eins og maður segir. Svo dýfðum við Finnur tánni í leigumarkaðinn aftur, og fórum að skoða hús til leigu. Það reyndist frekar mikill kofi á okur-verði en okkur heyrðist samt á konunni sem var að sýna húsið að umsóknirnar streymdu inn. (Andvarp).
Lítil að frétta annars nema að Anna Sólrún kom heim með súkkulaðibitakökur sem hún hafði búið til á leikskólanum. Þar er víst matar/eldunar/kokka/veitingastaða-þema um þessar mundir og mikið pælt í mat. Hún verður enskari með hverjum deginum og við megum hafa okkur öll við að mala ofan í hana “talaðu við okkur á íslensku”. Greyið barnið…