Þriggja vikna
[The days keep passing and Bjarki Freyr is now three weeks old, or -11 weeks old, or 29 weeks old, all depending on your point of view. He got measured today and his head circumference is 26 cm, and he’s 39 cm long (34.5 cm when he was born). It was fun seeing him without his CPAP hat and nose-piece today, it’s been a while. He really is a very cute boy just like the nurses keep saying! They keep talking about how blond he is, apparently most of the babies they see are darker.
Thankfully, he seems to be recovering from last Tuesday’s “bad day”. They’ve started the milk feeds again and he seems to be tolerating them just fine. That means the milk is disappearing from the stomach and into the intestines, and coming out as pee and poop. (Yes, babies are all about pee and poop, even preemies).
Actually, as I was changing his poopy diaper today, he of course did me the favor of pooping into the new clean diaper that I’d strategically placed under his bottom while cleaning him. He was then without a diaper for a few seconds, which he productively used to squirt poop all over his bed, the bed-wall and over on to the floor! Anna used to be quite good at those squirts too… But it sure was a good thing I was about to hold him, since his entire bedding had to be changed, and he seemed more relaxed being held than often before after all the pooping.
Not much else going on really. Talked to the lactation lady who suggested I cut back to pumping six times a day instead of seven. I’m currently producing about 850 mL per day and it’s looking more and more like I’ll end up donating some milk since there just isn’t storage for all this milk! So we’ll see how that goes. Finnur took his mom to Google today and impressed her with the free food and stories of all the amenities. She was duly impressed. 🙂]
Dagarnir líða og Bjarki Freyr er núna orðinn þriggja vikna gamall, eða -11 vikna gamall, eða 29 vikna gamall, allt eftir því hvernig maður lítur á málið. Hann var mældur í dag og höfuðummálið voru 26 cm og hann er 39 cm að lengd (34.5 cm við fæðingu). Ég sá hann í fyrsta sinn án húfunnar og nefdótsins í langan tíma og hann er algjör dúlla, alveg eins og hjúkkurnar endurtaka í sífellu. Þær tala líka mikið um hvað hann er ljóshærður, flest börnin sem eru þarna inni eru víst dökkhærð.
Sem betur fer virðist hann vera að jafna sig eftir þriðjudaginn síðasta, þar sem allt gekk á afturfótunum. Hann fór að fá mjólk aftur í gær og hún virðist ganga vel í hann. Það þýðir að mjólkin fer úr maganum og inn í görnina og svo út hinum megin sem piss og kúkur. (Já, barnatal gengur allt út á piss og kúk, líka fyrir fyrirbura).
Ég fékk nú heldur betur að kenna á því í dag, því að þar sem ég var að skipta á kúkableiu rétt áður en ég færi að halda á honum, þá kúkaði hann að sjálfsögðu í nýju bleiuna. Þar með var hann bleiulaus í nokkrar sekúndur, sem hann notaði út í ystu æsar og spreyjaði kúk yfir allt rúmið sitt, yfir rúmgaflinn og niður á gólf! Anna Sólrún sérhæfði sig líka í kúk-án-bleiu á sínum tíma… Það var því ágætt að ég fékk síðan að halda á honum, því það þurfti að skipta á öllu rúminu og sá litli var afslappaðari en oft áður í fanginu á mér eftir allt kúkeríið.
Ekki mikið annað að frétta. Talaði við mjólkur-ráðgjafann í dag og hún lagði til að ég pumpaði sex sinnum á dag í staðinn fyrir sjö sinnum. Ég er að pumpa um 850 mL á dag nú orðið, og það gæti endað sem svo að ég þurfi að gefa frá mér mjólk vegna skorts á geymsluplássi. Við sjáum hvað setur. Finnur fór með Önnu eldri í Google í dag og sýndi henni herlegheitin. Henni leist bara vel á! 🙂