Rúmföst
Fór í sónar í gær. Barn A hafði lítinn vökva sem fyrr (en samt ennþá að vaxa) og læknirinn fór að spá hvort belgurinn gæti verið að leka og sagði mér að leggjast í rúmið. Seinna um daginn hjá fæðingarlækninum þá kom síðan gusa sem við höldum að hafi verið frá leginu. Þar með er ég komin á stranga rúmlegu, lárétt fyrir utan klósettferðir takk!
Útlitið er his vegar miður gott. Hér er smá grein um þetta. Mesta hættan er að upp komi sýking sem framkallar víst fæðingu. Ég er bara komin 23 vikur á leið svo það myndi vera endirinn á því ævintýri. Það er fræðilegur möguleiki að rifan lokist, en það er ólíklegt. Sem stendur er ég því í “bíða og sjá” ástandi, enda ekkert hægt að gera, ef frá er skilið það ömurlega úrræði að binda endi á þetta allt saman. 🙁